fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Seinasta myndin sem eiginkona týnda ferðamannsins birti vekur athygli

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 28. júní 2021 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Estill varð viðskila við eiginkonu sína, Becky Estill, við gosstöðvarnar í Geldingadölum á föstudaginn síðastliðinn. Seinasta myndin sem Becky birti á Facebook-síðu sinni fyrir hvarfið var ansi lýsandi fyrir komandi viðburði. Hringbraut greindi fyrst frá.

Á myndinni má sjá skilti sem stendur á „Þú ert á eigin ábyrgð“ og síðan ensk þýðing fyrir neðan. Við myndina skrifar Becky „FYI“ sem er skammstöfun fyrir „For your information“.

Maðurinn fannst fjóra kílómetra norðvestur af gosstöðvum en hann hafði gengið í þveröfuga átt. Björgunarsveitir höfðu leitað að honum í sólarhring þegar hann fannst loksins en þó svo að maðurinn hafi verið á eigin ábyrgð þá hlýtur hann að vera ansi þakklátur fyrir gott starf björgunarsveita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi
Fréttir
Í gær

Frekir ferðamenn fóru frá í fússi og fýlu – „En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“

Frekir ferðamenn fóru frá í fússi og fýlu – „En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“