fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Brynjar lætur mbl.is og Þorvald heyra það – „Hver ritstýrir eiginlega þessum vefmiðli?“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 28. júní 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hver ritstýrir eiginlega þessum vefmiðli sem gengur undir nafninu mbl.is?“

Svona hefst færsla Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en hann gagnrýnir grein sem birtist á miðlinum í dag. Greinin sem Brynjar gagnrýnir ber heitið „Segir söluna minna á upphaf hrunsins“ og er titill greinarinnar fenginn frá Þorvaldi Gylfasyni, hagfræðiprófessor.

Salan sem vitnað er í er sala ríkisins á 35% hlut í Íslandsbanka. Þar var hver hlutur í bankanum seldur á 79 krónur en strax daginn eftir að hlutafjárútboðinu lauk var hluturinn orðin 99 króna virði. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur verið gagnrýndur fyrir að selja hlutina á undirverði.

„Þessi ágæti maður trúir því að sala ónýtra ríkisbanka um síðustu aldamót, sem kostuðu skattgreiðendur stórfé alla tíð, hafi valdið bankakreppu í öllum heiminum og að sala nú á litlum hlut ríkisins í banka sem við fengum óvænt og óumbeðið upp í hendurnar valdi annarri bankakreppu,“ segir Brynjar í færslunni.

Hann segir að það sé einsdæmi að íslenska ríkið skuli láta skattgreiðendur sitja uppi með alla áhættu af fjármálastafsemi í landinu og því sé ekkert athugavert við sölu ríkisins á bankanum.

„Og það er örugglega hvergi annars staðar í heiminum sem stærsti vefmiðilinn er án ritstjórnar,“ segir Brynjar ennfremur.

Á vef mbl.is kemur fram að fréttastjóri vefmiðilsins sé Jón Pétur Jónsson og netstjóri mbl.is sé Árni Matthíasson. Ritstjórar Morgunblaðsins eru þeir Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“