fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Nóg að gera hjá lögreglunni í miðbænum í nótt – Skemmdi lögreglubíl, slagsmál og líkamsárás

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. júní 2021 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Samkomutakmarkanir voru auðvitað felldar niður á föstudaginn og því voru margir djammþyrstir Íslendingar sem ákváðu að skemmta sér almennilega um helgina. 

Um klukkan hálf tíu í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í 104 Reykjavík. Rúmum klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í 108 Reykjavík og klukkutíma eftir það var tilkynnt um þjófnað í 108 og innbrot í bifreiðar í 104.

Þegar leið á nóttina fór skemmtanalífið að gera vart við sig í dagbók lögreglu. Óskað var til að mynda eftir aðstoð lögreglunnar á skemmtistað í miðbænum vegna einstaklings sem var ofurölvi og veittist að gestum og gangandi. Einstaklingurinn sem um ræðir var handtekinn og verður vistaður í fangaklefa þar til rennur af honum og hægt verður að ræða við hann.

Klukkan rétt rúmlega þrjú í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í miðbænum og 20 mínutum síðar var lögreglan kölluð til á annan stað í miðbænum vegna slagsmála. Einn einstaklingur var handtekinn vegna málsins og var vistaður í fangaklefa.

Þegar kvöldið fór að líða undir lok var einn einstaklingur handtekinn í miðbænum fyrir að hafa skemmt lögreglubifreið. Einstaklingurinn henti víst glasi í bifreiðina og við það komu skemmdir. Einstaklingurinn var ofurölvi og var hann því vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann um það sem gerðist.

Eitthvað var um einstaklinga sem keyrðu undir áhrifum í gær en lögreglan stöðvaði alls 7 bifreiðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna