fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Eiginkona mannsins sem týndist við eldgosasvæðið á ekki orð til að lýsa þakklæti þeirra – „Þið eruð dá­sam­leg“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 21:37

Gosstöðvarnar á Reykjanesi Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Becky Estill, eigin­kona Scott Estill, em leitað var af við gos­stöðvarnar í rúman sólar­hring, segir í sam­tali við RÚV að hún eigi engin orð til þess að lýsa þakk­læti sínu í garð björgunar­fólks. Hún segir biðin á meðan maðurinn hennar var týndir hafi verið hræði­leg og vonin var farin að dvína.

Scott, sem er 59 ára Banda­ríkja­maður, varð við­skila við eigin­­konu sína á gossvæðinu í Geldinga­­dölum um miðjan dag á föstu­dag. Hann fannst síðan rúmum sólarhring síðar eða um áttaleytið í gærkvöldi.  Hann fannst á áttunda tímanum í gær eftir að fjölmennt lið björgunarsveitarmanna og annarra viðbragðsaðila hafði fínkembt svæðið.

„Okkur urðu á hrapal­leg mis­tök.  Við erum frá Col­or­ado og erum kunnug fjalla­ferðum, hvað beri að gera. Þetta voru lokin á ferða­laginu og við vorum kæru­laus. Hann var ekki með símann sinn og við vorum á jeppa­slóð og ég hugsaði sem svo:  Hvernig er hægt að týna jeppa­slóð. Ég fer á undan, veðrið er af­leitt. Maður skyldi aldrei yfir­gefa ferða­fé­laga sinn og ætíð vera með vatn og snjall­símann. Þetta voru mis­tökin sem að við gerðum. Og þetta varð niður­staðan; hann dó næstum því,“ segir Becky Estill í viðtalinu við RÚV.

Ofsahræðsla og oföndun

Hún lýsir því að hennar fyrstu viðbrögð hafi verið ofsa­hræðsla og oföndun en svo hringdi hún í Neyðarlínuna. Að hennar sögn brást lögreglan hratt við.

Hún segist ekki eiga orð yfir hversu fag­mann­leg vinnu­brögð allra þeirra sem komu að leitinni voru. Hún hafi mætt hlý­legu við­móti alls staðar. Sjálf starfar hún sem læknir og því hafi hún full­kom­lega gert sér grein fyrir því hversu al­var­leg staðan var. Hún var orðin afar vonlítil rétt áður en maðurinn hennar fannst. Þá er hún þakklát í garð Rauða Krossins.

„Til allrar hamingju var Rauði krossinn til staðar og fékk alveg ó­trú­legan stuðning frá Erlu og kollegum hennar. Og björgunar­sveitar­fólkinu sem við vorum reglu­lega í sam­bandi við.“

Becky Estill í kvöldfréttum RÚV Ljósmynd/skjáskot af RÚV

„Guð blessi ykkur“

Ljóst er að Becky er afar snortinn yfir lífsreynslunni.

„Ég á ekki orð til að lýsa þessu, svo ó­trú­legt sem það var. Og ekki heldur til að tjá þakk­læti okkar.“

Það kom þeim hjónum einnig á ó­vart að Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, hafi tjáð sig um leitina á Face­book er hann vonaðist til þess að hún myndi bera árangur. Í lok við­talsins vilja þau hjón koma þakk­læti sínu á fram­færi.

„Guð blessi ykkur fyrir að gefa af tíma ykkar til að sinna þessu; svona hugsunar­lausu fólki… Þið eruð dá­sam­leg.“

Hægt er að horfa á við­talið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“