fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Scott Estill er maðurinn sem leitað er að við gosstöðvarnar – Lögreglan biður almenning um hjálp

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 26. júní 2021 15:51

Myndir frá lögreglunni á Suðurnesjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í gær að verið væri að leita að erlendum ferðamanni sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar á Reykjanesinu. Leit að manninum hefur ekki borið árangur og hefur lögreglan á Suðurnesjum nú ákveðið að leita hjálpar almennings.

„Síðan í gær hefur staðið yfir leit að erlendum aðila við gosstöðvarnar og leitum við nú liðsinnis ykkar,“ segir í færslu sem lögreglan á Suðurnesjum birti á Facebook í dag. Þar kemur fram að um sé að ræða bandarískan ríkisborgara að nafni Scott Estill. Scott er 59 ára gamall, grannvaxinn og vel á sig kominn.

Þá lætur lögreglan tvær ljósmyndir af Scott fylgja með en hliðarmyndin af honum var tekin í gær og sást hann síðast í þeim fatnaði sem hann er í á myndinni. Hann er með DSLR myndavél með litríkri hálsól og er hann í brúnum gönguskóm. Síðast sást til hans við hraunkantinn austast í Merardölum þar sem hann varð viðskila við konu sína.

Lögreglan biður þá almenning um hjálp. „Við viljum biðja þá sem muna eftir að hafa séð hann að skoða meðfylgjandi kort af gossvæðinu. Búið er að útbúa kortið með reitum og viljum við biðja ykkur um að setja X á þann stað þar sem þið sáuð hann, eða láta okkur vita um reit og númer og senda okkur skilaboð hér á Facebook eða hafa samband við 1-1-2. Vinsamlega deilið sem víðast.“

https://www.facebook.com/lss.abending/posts/4237287772958299

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana

Taldi sig vera í ástarsambandi við Chat GPT botta – Réðist á lögreglumenn og var skotinn til bana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“