fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Myndband: „Fáviti“ elti Helenu á Hopp-hjóli – „Endaði á að keyra upp að klambratúni til að losna við manninn“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 26. júní 2021 11:35

Helena og skjáskot úr myndbandinu - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helena Kouhei var að keyra á Suðurlandsbrautinni í Reykjavík þegar maður á rafmagnshlaupahjóli frá rafhlaupahjólaleigunni Hopp birtist allt í einu á veginum fyrir framan hana. Helena var með myndavél í gangi í bílnum sínum og náði því atvikinu á myndband. Það sem ekki sést á myndbandinu er svo enn svakalegra en maðurinn elti Helenu sem þurfti að flýja hann með að keyra nokkuð langa vegalengd.

„Sést illa á myndbandinu en hann þveraði yfir akgreinina með umferð á móti, á milli bíla, endaði svo á að elta mig upp að Nettó í Nóatúni,“ segir Helena í samtali við DV um málið. Þegar Helena var komin að Nettó í Nóatúni tók hún upp símann. „Þar hringdi ég í lögregluna og stöðvaði bílinn á miðri akgrein við hliðina á Nettó.“

Helena fékk þó ekki aðstoð frá lögreglunni. Einn lögreglubíll keyrði framhjá og Helena reyndi að ná athygli lögreglunnar í bílnum en allt kom fyrir ekki. πLögreglubíll keyrði framhjá, flautaði á hann og blikkaði til að reyna að ná athygli á meðan maðurinn hélt smá fjarlægð en lögreglubíllinn keyrði bara í burtu,“ segir hún.

Þegar þangað var komið sá Helena aðeins einn kost í stöðunni og það var að keyra þangað til hún var komin frá manninum. „Ég endaði á að keyra upp að Klambratúni til að losna við manninn,“ segir Helena en hún veit ekki hver maðurinn var. „Hef ekki hugmynd, hann virtist vera óreglumaður miðað við hegðun og klæðaburð.“

Helena birti myndbandið af atvikinu á Facebook-síðu sinni og hefur það vakið mikla athygli þar. Í athugasemdunum við myndbandið furðar fólk sig á manninum á rafmagnshlaupahjólinu. „Fáviti er þessi dúddi,“ segir til að mynda ein kona um manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita