fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Maðurinn enn ófundinn – Varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar í gær

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 26. júní 2021 09:07

Gosstöðvarnar á Reykjanesi Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar á Reykjanesi um miðjan dag í gær. Í kjölfarið óskaði eiginkonan eftir aðstoð björgunarsveita og voru hópar að leita mannsins í gær og í nótt. Leitin í nótt bar þó ekki árangur og er mannskapurinn sem sá um letiina farinn í hvíld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Þá kemur einnig fram að um 50 manns séu að leita mannsins núna og að búið sé að kalla út björgunarsveitir af Suðurnesjum, höfuðborgarsvæði, Suðurlandi og Vesturlandi. „Verið er að meta hvort bætt verði við sveitum af Norðurlandi,“ segir í tilkynningunni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. Búist er við því að mikill fjöldi fólks sæki gosstöðvarnar í dag en samkvæmt Gunnari Schram, yfir­lög­reglu­þjóni lög­reglunnar á Suður­nesjum, truflar það ekki störf þeirra sem leita að manninum, þvert á móti. „Jafn­vel frekar að það sé af hinu já­kvæða að hafa mikið af fólki þarna í dag, sem hefur augun opin fyrir ein­hverju,“ segir Gunnar um málið í samtali við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda