fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Ferðamaðurinn fannst heill á húfi – Var hruflaður og meiddur þegar hann fannst

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. júní 2021 19:32

Gosstöðvarnar á Reykjanesi Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að síðastliðinn sólarhring er fundinn – heill á húfi. Þetta kemur fram í Facebook- færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum rétt í þessu.

Í færslu lögreglunnar kemur fram að Estill hafi verið hruflaður og meiddur þegar hann fannst en verið sé að flytja hann á sjúkrahús.

 

 

Greint var frá því í gær að verið væri að leita að erlendum ferðamanni sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar á Reykjanesinu. Leit að manninum stóð yfir í tæpan sólarhring og var fjölmennt lið viðbragðsaðila kallað til auk þess sem drónar og þyrla Landhelgisgæslunnar komu að leitinni. Þá leitaði lögreglan á Suðurnesjum á náðir almennings til þess að fá einhverjar vísbendingar sem gætu nýst við leitina. Þar kom fram að maðurinn var rétt um sextugt og í góðu líkamlegu formi.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að maðurinn hafi fundist um fjóra kílómetra norðvestur af gosstöðvunum og hafði gengið í þveröfuga átt. Þá kemur fram að verið sé að flytja manninn til byggða í þyrlu Landhelgisgæslunnar en of langt var að ganga að næsta björgunarsveitarbíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt