fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Allt á suðupunkti hjá flugfreyjum Icelandair – Mæta veikar í vinnuna vegna ótta og ógna öryggi farþega

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 14:30

Um er að ræða starfsfólk Icelandair sem sinnir meðal annars innritun, töskumóttöku, brottförum og þjónustu vegna týnds farangurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggisnefnd Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) hefur sent Icelandair bréf vegna félagsmanna sem þora ekki að tilkynna veikindi sín, og sleppa því jafnvel, vegna ótta um framtíðarstöðu sína innan fyrirtækisins.

Samkvæmt heimildum DV er allt á suðupunkti innan félagsins vegna málsins.

Í færslu sem Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, birti í lokuðum hópi fyrir félagsmenn segir að fólk hafi leitað til þeirra vegna málsins og að fólk væri að mæta veikt til vinnu vegna stöðunnar. Einnig kemur fram að það eigi bæði við um skammtíma- og langtímaveikindi.

Í umræddum hópi eru um það bil 1500 meðlimir, þar af rúmlega 500 sem starfa fyrir Icelandair.

Öryggisnefndin vill viðbrögð frá Icelandair, og bendir á að veikir starfsmenn sem sjá um að sinna öryggi farþega ógna öryggi þeirra sem séu um borð, hvort sem það séu aðrir starfsmenn eða farþegar.

Hér að neðan má sjá tilkynninguna sem DV hefur undir höndum:

„Öryggisnefnd FFÍ vill koma á framfæri Þungum áhyggjum og vekja athygli á Því að félagsmenn okkar sem starfa hjá Icelandair hafa leitað til stéttarfélagsins vegna ótta við að tilkynna veikindi til fyrirtækisins. Einnig hafa okkur borist athugasemdir um að félagsmenn mæta veikir í vinnuna vegna Þessa. Ástæða sem félagsmenn gefa upp er hræðsla um að tilkynning um veikindi kunni að hafa áhrif á framtíðarstöðu þeirra í starfi. Þetta á bæði við um skammtíma- og langtímaveikindi.

Öryggisnefnd óskar eftir viðbrögðum frá lcelandair og aðhafist vegna þessa. Það er ljóst að veikir starfsmenn sem sinna öryggi farþega um borð ógna öryggi samstarfsmanna sinna sem og viðskiptavina Icelandair.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm