fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Afléttingarnar vekja heimsathygli – Risastórir erlendir miðlar fjalla um árangur Íslands

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risastórir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um íslensku sóttvarnarafléttingarnar sem voru tilkynntar í dag. Líkt og flestir vita munu allar takmarkanir vegna heimsfaraldursins falla úr gildi hér á landi á miðnætti, en ríkisstjórnin greindi frá því á blaðamannafundi í morgun.

Nýtt líf hefst á Íslandi á morgun – Allar samkomutakmarkanir falla niður – Sjáðu hvað breytist

Íslendingar missa sig yfir fréttunum og ætla í sleik í kvöld – „Sódóma Gómorra! Kynsvall og anarkí“

Fá lönd eru með jafn litlar takmarkanir vegna veirunnar þessa stundina, en erlendu miðlarnir gera mikið úr því að Ísland sé fyrsta landið í Evrópu sem losi sig við allar takmarkanir.

Tala um góðan árangur

Á meðal miðla sem fjalla hafa um málið eru Reuters og Daily Mail. Þar er fjallað mikið um árangur Íslands í baráttu við veiruna og hversu stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur.

Í grein Reuters er fullyrt að Íslandi hafi á flestum sviðum tekist vel að berjast við faraldurinn, vegna mikilla skimana og öflugs rakningateymis.

Báðir miðlar benda á að 87% landsmanna hafi fengið allavega einn skammt af bóluefni. Og að einungis megi rekja 30 andlát til veirunnar.

Þá minnir Daily Mail á að ekki hafi greinst smit hér á landi frá 15. júní síðastliðnum, en liðnir eru tíu dagar frá þeirri dagsettningu.

Lesa má umfjöllun Reuters hér, og umfjöllun Daily Mail hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm