fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Konu ógnað í Naustavogi í morgun – Hélt hjólinu hennar föstu og krafði hana um ökuskírteini

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 17:00

Frá hjólastígnum í Naustavogi. Skjáskot Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein sem vill ekki láta nafn síns getið lenti í afar óþægilegri lífsreynslu í morgun þegar hún, rétt eins og flesta virka daga, hjólaði í gegnum Naustavog frá Grafarvogi niður í Faxafen, eftir löngum hjólastíg, áleiðis í vinnuna.

Þessar daglegu ferðir konunnar eru ávallt tíðindalausar eins og vænta má en svo var ekki í morgun. Ókunnugur maður stöðvaði ferð hennar og reyndi með valdi að koma í veg fyrir að hún kæmist af stað aftur:

„Maðurinn stendur þarna á hjólastígnum og færir sig ekki, stoppar mig og spyr hvort ég sé með ökuskírteini á þetta hjól og biður mig um að fara af hjólinu. Hann talaði íslensku en með útlenskum hreimi. Ég neita að fara af hjólinu en hann heldur áfram og heldur fast í hjólið mitt og er mjög ógnandi. Ég hótaði að hringja í lögregluna og margsagði honum að sleppa hjólinu mínu. Að lokum tókst mér að sleppa og hjólaði eins hratt og ég gat í burtu. Hugsaði eftir á að hann ætlaði sér örugglega að stela hjólinu mínu, sem er racer-hjól. Hann var grannur, sköllóttur og í brúnni úlpu,“ segir konan.

Aðspurð segir hún að henni hafi verið mjög brugðið. Hún tilkynnti atvikið til lögreglu í morgun og gaf þar greinilega lýsingu á manninum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en konan hefur ekki upplýsingar um hvernig rannsókninni miðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita