fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Konu ógnað í Naustavogi í morgun – Hélt hjólinu hennar föstu og krafði hana um ökuskírteini

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 17:00

Frá hjólastígnum í Naustavogi. Skjáskot Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein sem vill ekki láta nafn síns getið lenti í afar óþægilegri lífsreynslu í morgun þegar hún, rétt eins og flesta virka daga, hjólaði í gegnum Naustavog frá Grafarvogi niður í Faxafen, eftir löngum hjólastíg, áleiðis í vinnuna.

Þessar daglegu ferðir konunnar eru ávallt tíðindalausar eins og vænta má en svo var ekki í morgun. Ókunnugur maður stöðvaði ferð hennar og reyndi með valdi að koma í veg fyrir að hún kæmist af stað aftur:

„Maðurinn stendur þarna á hjólastígnum og færir sig ekki, stoppar mig og spyr hvort ég sé með ökuskírteini á þetta hjól og biður mig um að fara af hjólinu. Hann talaði íslensku en með útlenskum hreimi. Ég neita að fara af hjólinu en hann heldur áfram og heldur fast í hjólið mitt og er mjög ógnandi. Ég hótaði að hringja í lögregluna og margsagði honum að sleppa hjólinu mínu. Að lokum tókst mér að sleppa og hjólaði eins hratt og ég gat í burtu. Hugsaði eftir á að hann ætlaði sér örugglega að stela hjólinu mínu, sem er racer-hjól. Hann var grannur, sköllóttur og í brúnni úlpu,“ segir konan.

Aðspurð segir hún að henni hafi verið mjög brugðið. Hún tilkynnti atvikið til lögreglu í morgun og gaf þar greinilega lýsingu á manninum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en konan hefur ekki upplýsingar um hvernig rannsókninni miðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Í gær

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Í gær

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir