fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Þorsteinn biðst afsökunar en skellir skuldinni um leið á Jóhannes – „Við hörmum þetta“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. júní 2021 09:29

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við gerðum mistök og biðjumst afsökunar.

Svona hefst afsökunarbeiðni Samherja sem birtist á heilsíðu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Í afsökunarbeiðninni, sem undirrituð er af Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja, er það viðurkennt að ámælisverðir viðskiptahættir hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.

„Veikleikar voru í stjórnskipulagi og lausatök sem ekki áttu að líðast. Við brugðumst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, fjölskyldum, vinum, samstarfs- aðilum, viðskiptavinum og víða í samfélaginu. Við hörmum þetta og biðjumst einlæglega afsökunar.“

Þorsteinn Már biðst einnig afsökunar sjálfur. Það geri ég persónulega sem forstjóri og einnig fyrir hönd félagsins sem ætíð hefur haft vönduð vinnubrögð að leiðarljósi í allri sinni starfsemi,“ segir í afsökunarbeiðninni.

„Við viljum ekki láta við það sitja að biðjast afsökunar heldur draga lærdóm af þessum mistökum og tryggja að ekkert slíkt gerist aftur. Í því skyni höfum við gripið til viðamikilla ráðstafana. Frá upphafi hefur það verið meginmarkmið okkar að framleiða hágæða sjávar- afurðir í sátt við umhverfið með ríka áherslu á sjálfbærni og góða umgengni við auðlindir sjávar. Við viljum halda því áfram og horfa fram á veginn. Mistök okkar í Namibíu eru ekki síst okkur sjálfum mikil vonbrigði. Við munum ekki láta slíkt henda aftur.“

Skella skuldinni á Jóhannes

Á vef Samherja birtist einnig í morgun ítarlegri yfirlýsing en þar virðist skuldinni alfarið vera skellt á fyrrverandi framkvæmdastjóra yfir félögunum í Namibíu. Sá framkvæmdastjóri er uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson. Í yfirlýsingunni segir Samherji að Jóhannes hafi tekið úr „verulegar fjárhæðir í reiðufé af reikningum félaganna“ og að það hafi verið gert án skýringa.

„Þá er það niðurstaða skýrslunnar að fyrrverandi framkvæmdastjóri yfir félögunum í Namibíu hafi tekið út verulegar fjárhæðir í reiðufé af reikningum félaganna, án nokkurra eða viðhlítandi skýringa. Margt bendir til þess að peningaúttektirnar hafi verið notaðar með óréttmætum hætti. Samherji vekur athygli á því að fyrir liggur viðurkenning framkvæmdastjórans fyrrverandi á þessari háttsemi og að því er virðist margs konar annarri brotastarfsemi á hans vegum þar sem félögum Samherja var beitt.“

Í yfirlýsingunni segir Samherji að smám saman hafi „starfsmönnum tekist að ná tökum á starfseminni í Namibíu“. Þá segir einnig að starfsmennirnir hafi reynt að skilja og bæta úr því sem miður fór en að lokum hafi starfsemin verið lögð niður.

Aftur er skuldinni svo skellt á Jóhannes en í yfirlýsingunni segir að hann sé sá eini af starfsmönnum fyrirtækisins sem gerði eitthvað saknæmt í störfum sínum.

„Það er hins vegar ljóst að þá starfshætti, sem hér hafa verið raktir, hefði átt að stöðva mun fyrr. Þeir voru því miður látnir viðgangast allt of lengi. Samherji áréttar að ekki verður séð að aðrir starfsmenn en framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafi bakað sér saknæma ábyrgð í störfum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni

Halla óvenju hvöss í þingsetningarræðunni
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“