fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Þolendur Auðs stíga fram á samfélagsmiðlum – Yfirlýsingin í gær blaut tuska í andlitið

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 17:30

Auður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðunn Lúthersson, sem er þekktastur sem tónlistarmaðurinn Auður, hefur undanfarið verið ítrekað sakaður á samfélagsmiðlum um kynferðislegt ofbeldi. Í gær var fyrst fjallað um málið í fjölmiðlum og í kjölfarið birti Auður yfirlýsingu vegna málsins. Yfirlýsingin fór ekki vel í aðra þolendur sem hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar birtingu hennar.

Í yfirlýsingunni sem Auður birti í gær gekkst hann við því að hafa farið yfir mörk einnar konu. „Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent á af Stígamótum,“ sagði Auður í yfirlýsingunni en hann þvertók fyrir að aðrar sögur um ofbeldi af hans hálfu væru sannar.

„Ég er staðráðinn í að læra meira af þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessum sem betri maður. Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé,“ sagði tónlistarmaðurinn.

Blaut tuska í andlitið

Nokkrar af hinum svokölluðu flökkusögum sem Auður nefnir eru þó orðnar að beinum ásökunum kvenna sem stíga fram á samfélagsmiðlum. Síðan yfirlýsingin hans birtist í gær hafa nefnilega að minnsta kosti þrjár konur stigið fram á sínum samfélagsmiðlum og sagt að þær séu einnig þolendur hans. Tvær þeirra sem hafa stigið fram á sínum samfélagsmiðlum segja að yfirlýsingin sé eins og blaut tuska í andlitið.

DV hefur ítrekað reynt að ná í Steinunni Camillu, umboðsmann Auðs, vegna málsins undanfarna daga. Var það líka gert við vinnslu þessarar fréttar en án árangurs, líkt og í fyrri skiptin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bassi var að reyna að endurheimta síma sinn úr höndum leigubílstjórans þegar átök brutust út

Bassi var að reyna að endurheimta síma sinn úr höndum leigubílstjórans þegar átök brutust út
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum

Bretar vilja gelda alla nauðgara og barnaníðinga með lyfjum – Tilraunaverkefni hafið í 20 fangelsum
Fréttir
Í gær

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot
Fréttir
Í gær

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Í gær

Fékk himinháa rukkun fyrir smábeyglu á bílaleigubíl – „Myndi ekki kalla þetta svindl en þetta er mjög ósanngjarnt“

Fékk himinháa rukkun fyrir smábeyglu á bílaleigubíl – „Myndi ekki kalla þetta svindl en þetta er mjög ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum