Nú hafa 3113 atkvæði verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, eða næstum því helmingur atkvæða. Staðan er óbreytt frá fyrstu tölum. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill sem sóttist eftir 4. sæti er ekki í efstu átta sætunum og Sigríður Á. Andersen fyrrum dómsmálaráðherra sem sóttist eftir 2. sæti er aðeins í því áttunda.
Sigríður lýsti því í samtali við mbl.is í eftir fyrstu tölur að það yrðu vonbrigði ef þetta yrði staðan í lok kvölds. Bæði hún og Guðlaugur voru fyrr í kvöld þess minnug að mikið gæti breyst eftir því sem fleiri atkvæði yrðu talin, en svo virðist að svo stöddu ekki hafa gerst. Ráðherrann fyrrverandi getur því að líkindum ekki gengið að þingsætinu vísu á næsta kjörtímabili.
Listin lítur svona út eins og staðan er núna.