fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Grafalvarleg staða á Landspítala – „Öryggi sjúklinga er ekki tryggt. Lífi og heilsu landsmanna er stefnt í hættu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 5. júní 2021 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag bráðalækna segir Landspítala og íslenska ríkið þvinga lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu við óviðunandi aðstæður og að lífi og heilsu landsmanna sé stefnt í hættu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Félags bráðalækna sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. Félagið segir að ef til alvarlegra atvika komi á bráðadeild sem rekja megi til manneklu, ófullnægjandi starfsaðstöðu eða tengdra þátta þá sé það á ábyrgð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

„Eins og Embætti landlæknis, heilbrigðisráðherra og framkvæmdastjórn Landspítala er fullkunnugt um hefur stefnt í óboðlegar og óviðunandi vinnuaðstæður á bráðadeild Landspítala í Fossvogi í sumar.

Nú þegar og í allt sumar næst ekki skilgreind neyðarmönnun bráðalækna eins og gert er ráð fyrir í verkfalli, þ.e. 7 vaktalínur. Í sumar verða að megninu til 5 vaktalínur, stundum færri. Atvinnurekendur okkar, Landspítali og íslenska ríkið, þvinga okkur og annað heilbrigðisstarfsfólk til vinnu við þessar óviðunandi aðstæður.

Bráðalæknar, eins og aðrir heilbrigiðsstarfsmenn, bera hag sjúklinga fyrir brjósti. Það er algjörlega ljóst að á bráðadeild Landspítala er verið að stofna veikum og slösuðum sjúklingum í hættu með grafalvarlegri undirmönnun. Líkur á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu eru yfirgnæfandi. Öryggi sjúklinga er ekki tryggt. Lífi og heilsu landsmanna er stefnt í hættu.

Við krefjumst þess að landlæknir sinni sínu lögboðna eftirlitshlutverki af festu og knýi á um tafarlausar úrbætur af hálfu framkvæmdastjórnar og forstjóra Landspítala.

Komi til alvarlegra atvika á bráðadeild sem rekja má til manneklu, ófullnægjandi starfsaðstöðu eða annarra tengdra þátta, vísum við allri ábyrgð á þeim atvikum til forstjóra Landspítala, Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem æðsta yfirmanns heilbrigðismála, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Alþingis sem fer með fjárveitingarvald ríkisins.

Samþykkt einróma á aðalfundi Félags bráðalækna“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Í gær

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim