fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Stórstjarna lumbrar á Jóhannesi í nýrri stiklu – „Ég lét hann alveg hafa fyrir því“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. júní 2021 20:30

Jóhannes Haukur Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtist ný stikla fyrir spennumyndina Infinite en íslenski leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í myndinni. Jóhannes birti í dag færslu á Facebook þar sem hann gaf smá innsýn í eina senu myndarinnar.

Infinite er leikstýrt af Antoines Fuqua en ásamt Jóhannesi eru margar stjörnur sem leika í myndinni. Chris Evans, Jason Mantzoukas, Wallis Day og Kae Alexander eru á meðal þeirra sem leika í myndinni en stórstjarnan Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið. Myndin er byggð á skáldsögunni The Reincarnationist Papers eftir Eric Maikranz.

„Treiler tvö fyrir Infinite var að droppa. Náðum að skjóta þessa mynd í Lundúnum fyrir heimsfaraldur og nú eru krakkarnir hjá Paramount búnir að dunda við eftirvinnsluna í meira en ár,“ segir Jóhannes  í færslunni.

Jóhannes talar svo um slagsmálasenu sem sjá má í stiklunni. „Og jú jú, kollegi Whalberg sést tuska mig til í treilernum en ég lét hann alveg hafa fyrir því. Svo notar hann líka sama trikk og börnin mín notuðu þegar þau voru ca. 2ja ára. Að rífa í skeggið. Það telst varla sangjarnt. Enda er maðurinn sjálfur hárlaus.“

Hér fyrir neðan má sjá færslu Jóhannesar en í henni má sjá stikluna fyrir Infinite í heild sinni.

Treiler tvö fyrir Infinite var að droppa. Náðum að skjóta þessa mynd í Lundúnum fyrir heimsfaraldur og nú eru krakkarnir…

Posted by Jóhannes Haukur Jóhannesson on Friday, June 4, 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Formaður VM fjallar um ágreining útgerðarmanna – „Ég hef ekki sjálfur þurft að glíma við Binna blanka“

Formaður VM fjallar um ágreining útgerðarmanna – „Ég hef ekki sjálfur þurft að glíma við Binna blanka“
Fréttir
Í gær

Hjónin sem urðu fyrir fordómum í Keflavík stækka við sig – „Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt“

Hjónin sem urðu fyrir fordómum í Keflavík stækka við sig – „Þetta kaffihús er ekki aðeins okkar… það er líka þitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur sagður hafa myrt konu á sjötugsaldri í Stokkhólmi

Íslendingur sagður hafa myrt konu á sjötugsaldri í Stokkhólmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“

Vilhjálmur sakar ríkisstjórnina um svik við verkafólk – „Allt að 15% lakari lífeyrisréttindi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“

Vegglistaverk í miðbænum eyðilagt – „Hafi þeir eintóma skömm fyrir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum

Dr. Helgi Páll ráðinn til að stýra gervigreind hjá Snjallgögnum