Í dag birtist ný stikla fyrir spennumyndina Infinite en íslenski leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í myndinni. Jóhannes birti í dag færslu á Facebook þar sem hann gaf smá innsýn í eina senu myndarinnar.
Infinite er leikstýrt af Antoines Fuqua en ásamt Jóhannesi eru margar stjörnur sem leika í myndinni. Chris Evans, Jason Mantzoukas, Wallis Day og Kae Alexander eru á meðal þeirra sem leika í myndinni en stórstjarnan Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið. Myndin er byggð á skáldsögunni The Reincarnationist Papers eftir Eric Maikranz.
„Treiler tvö fyrir Infinite var að droppa. Náðum að skjóta þessa mynd í Lundúnum fyrir heimsfaraldur og nú eru krakkarnir hjá Paramount búnir að dunda við eftirvinnsluna í meira en ár,“ segir Jóhannes í færslunni.
Jóhannes talar svo um slagsmálasenu sem sjá má í stiklunni. „Og jú jú, kollegi Whalberg sést tuska mig til í treilernum en ég lét hann alveg hafa fyrir því. Svo notar hann líka sama trikk og börnin mín notuðu þegar þau voru ca. 2ja ára. Að rífa í skeggið. Það telst varla sangjarnt. Enda er maðurinn sjálfur hárlaus.“
Hér fyrir neðan má sjá færslu Jóhannesar en í henni má sjá stikluna fyrir Infinite í heild sinni.
Treiler tvö fyrir Infinite var að droppa. Náðum að skjóta þessa mynd í Lundúnum fyrir heimsfaraldur og nú eru krakkarnir…
Posted by Jóhannes Haukur Jóhannesson on Friday, June 4, 2021