fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Nafn mannsins sem lést í slysinu við Svuntufoss

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 4. júní 2021 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem lést í slysi við Svuntufoss í Ósá í Patreksfirði hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason. Hann var fæddur árið 1972 og hafði nýverið fagnað 49 ára afmæli sínu.

Sveinn Eyjólfur var frá Lambavatni á Rauðasandi en var búsettur að Sigtúni á Patreksfirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sjö börn.

Sveinn Eyjólfur, sem gekk undir nafninu Eyfi, var vanur útivistarmaður. Hann tilheyrði meðal annars hópi manna sem enn sigu í Látrabjarg eftir svartfuglseggjum. Frétta- og þjóðlífsþátturinn Landinn birti  innslag um hópinn árið 2019 og var Sveinn Eyjólfur einn viðmælenda.

Slysið átti sér stað um hádegisbilið sunnudaginn 30. maí. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að Sveinn Eyjólfur hefði reynt ætlað sér að fara út í hyl undir Svuntufossi þar sem hann var staddur í ferðalagi ásamt hóp fólks. Mikill straumur reyndist vera í hylnum og virðist sem svo að Sveinn Eyjólfur hafi misst fótanna og lent í sjálfheldu í straumnum þar til aðrir ferðalangar komu honum til hjálpar.

Þá hafði hann misst meðvitund og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Starfsfólk DV vottar ástvinum Sveins Eyjólfs innilega samúð sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þýskur ráðherra húðskammar Íslendinga og aðrar sniðgönguþjóðir í Eurovision – „Breytir hátíð umburðarlyndis í réttarhöld“

Þýskur ráðherra húðskammar Íslendinga og aðrar sniðgönguþjóðir í Eurovision – „Breytir hátíð umburðarlyndis í réttarhöld“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón grétu saman á Íslandi – Aldrei séð eins marga „samfélagsmiðla ferðamenn“ áður

Hjón grétu saman á Íslandi – Aldrei séð eins marga „samfélagsmiðla ferðamenn“ áður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“