fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Sjáðu svakalegt myndband frá eldgosinu – Ferðamaður stökk á sjóðandi hraunstallinn – „Hreinlega fávitaskapur þegar fólk er svona kærulaust gagnvart lífi sínu“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 18:51

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan hálftvö í gærnótt var ljósmyndarinn og leiðsögumaðurinn Hermann Helguson að ljósmynda eldgosið í Geldingadölum. Þar varð hann vitni að alveg ótrúlegu atviki, sem hann náði á myndband. Ferðamaður hoppaði nefnilega upp á brennandi hraunið, en tilgangurinn virðist hafa verið sá að ná góðri mynd.

Í samtali við DV segir Hermann frá þessu furðulega atviki. Sjálfur hafi hann verið að ljósmynda hraunið, og verið í um það bil þriggja metra fjarlægð frá því og þaðan fundið mjög mikinn hita. Þegar honum var litið til hliðar sá hann ferðamann stökkva á sjálft hraunið.

„Allt í einu sé ég kallinn hoppa upp á sjóðandi hraunstallinn,“ segir Hermann, sem í kjölfarið greip símann sinn og tók um myndband. Eftir að hann var búinn að taka það upp segist Hermann hafa „horft á með á með opinn munn og stór augu.“ Hermann segist fyrst hafa sent einungis nokkrum myndbandið á Snapchat, en vegna mikilla viðbragða ákvað hann að dreifa því á samfélagsmiðlum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90)

Hann segir að maðurinn hafi líklega staðið á hrauninu í mínútu, svo hægt væri að taka góða mynd af honum. „Það er auðvitað alveg fáránlegt að gera þetta,“ segir Hermann um atvikið og bætir við: „Það er hreinlega fávitaskapur þegar fólk er svona kærulaust gagnvart lífi sínu.“

Ekki ætti að þurfa að taka fram að mælt er gegn því að fólk fari of nálægt hrauninu, hvað þá að það stökkvi á það.

Hermann deildi myndbandinu ótrúlega á Instagram-reikningi sínum, en þar deilir hann einnig ljósmyndum af gosinu líkt og sjá má hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Í gær

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Í gær

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag

Háttsettur njósnari skotinn til bana í Kiev um hábjartan dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna