Mikið var að gera hjá lögreglu í Miðborginni í dag samkvæmt dagbók lögreglu. Á milli klukkan 13:36 og 16:27 var lögreglu tilkynnt tvo þjófnaði í verslun og eina líkamsárás.
Einn einstaklingur var handtekinn grunaður um líkamsárás, en hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Fram kemur að hann verði yfirheyrður þegar „víman“ verður runnin af honum. Þolandi árásarinnar var ekki mikið slasaður og þurfti ekki að leita aðstoðar á bráðamóttöku.
Líkt og áður segir voru svo tvö dæmi um þjófnað í verslun. Í dagbókinni kemur fram að í öðru þeirra hafi sá grunaði verið látinn laus að lokinni skýrslutöku.