fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Tekist á um bilaðan roast beef hníf á Icelandair hóteli – Sneiddi í fingur starfsmanns sem þarf sjálf að borga brúsann

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 18:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugleiðahótel hf. var í gær í gær gert með dómi að bera 2/3 ábyrgð á vinnuslysi sem varð í eldhúsi Icelandair hótelsins við Reykjavíkurflugvöll, Hotel Natura. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Konan sem lenti í slysinu hafði starfað á hótelinu í fimm ár og var verkstjóri á þeim tíma er slysið varð. Meðal verkefna konunnar voru hefðbundin verk í eldhúsi, þar með talið framleiðsla á veitingum vegna veisla og erfidrykkja. Rétt fyrir hádegi í lok febrúar 2019 var konan að skera niður roast beef í rafknúnum áleggshníf að Sirman sort inni í eldhúsi hótelsins. Tekist var á um það hvort öryggishlíf sem átti að vera framan á sleða tækisins hafi verið til staðar þegar slysið varð.

Rafknúinn hnífur af Sirman gerð, sambærilegur þeim sem lýst er í dómnum.

Fyrir dómi hélt konan því fram fyrir dómi að tækið hafi verið vanbúið og því beri hótelið ábyrgð á slysinu. Fyrir dóm komu kollegar konunnar úr eldhúsi hótelsins sem allir staðfestu að umrædd hlíf hafi verið fjarlægð þar sem hún hafi brotnað og því ekki verið til staðar. Þá fékk konan vinkonu sína til þess að taka ljósmynd af tækinu eftir að hún hætti sem lögð var fyrir dóminn. Þrátt fyrir það, er það nefnt í dómnum að ekki liggi fyrir með óyggjandi hætti hvort að hlífin hafi verið til staðar eða ekki. Engu að síður var það mat dómsins, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að hefði hlífin verið til staðar, hefði slys af því tagi sem um ræddi verið svo til ómögulegt. „Þegar af þessari ástæðu telur dómurinn að stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda vegna slyssins,“ segir í dómnum.

Hins vegar féllst dómari einnig á varakröfu Flugleiðahótela hf. þar sem hótelkeðjan hélt því fram að konan hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við sneiðingu roast beefsins. Konan var með mikla reynslu af verkfærinu og átti því að hafa næga þekkingu á hnífnum og notkun hans til þess að geta unnið með hnífinn örugglega. Var því bótaréttur konunnar skertur um þriðjung, og Flugleiðahótel hf. dæmt til að bæta tjón konunnar um tvo þriðju.

Ekki liggur enn fyrir hvert tjón konunnar er nákvæmlega, en í skýrslu bæklunarlæknis fyrir dómi kom fram að konan hafi sagst finna til í fingrum í hita og kulda, að hún hafi vaknað með verki í fingrum og að þeir væru dofnir. Ekki væri þó um skerðingu á hreyfigetu að ræða.

Þá skal hótelkeðjan greiða konunni 1,2 milljónir í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna