Prófkjörsbarátta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er í algleymi en eins og flestir vita berjast tveir ráðherrar flokksins um leiðtogasætið í Reykjavík, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Allir angar eru úti varðandi möguleg atkvæði og núna seinnipartinn barst Áslaugu Örnu stuðningur úr óvæntri átt.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti þá myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann tekur í byrjun fram að hann sé ekki glerharður Sjálfstæðismaður. „Ég er meiri Samfylking eða Viðreisn, jafnvel VG,“ segir Bubbi.
Hann bendir hins vegar þeim sem hyggjast kjósa í prófkjörinu á Áslaugu Örnu. „Þetta er framtíðarleiðtogi. Mér líst rosalega vel á þessa stelpu. Hún er ekki að biðja mig um að gera þetta. Ég er að gera þetta að sjálfsdáðum. Kjósið hana,“ segir Bubbi.
View this post on Instagram