fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Sjáðu hrikalegar myndir úr Fossvogsskóla – Myglugró sjást eftir endurbætur

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 1. júní 2021 14:12

Skjáskot af Frettabladid.is þar sem mygla í lofræstikerfi sést berlega, Samsett mynd með húsnæði Fossvogsskóla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið birtir í dag myndir sem sýna myglu í loftræstiinntaki Fossvogsskóla og teknar voru við lok framkvæmda við skólann síðasta haust. Þá hafði yfir hálfum milljarði króna verið varið í endurbætur á húsnæði skólans eftir að hópur nemenda og starfsfólks fann fyrir einkennum vegna myglu. 

Karl Óskar Þráinsson, formaður foreldrafélags Fossvogsskóla, segir í samtali við Fréttablaðið að myndirnar séu sláandi.

„Það var fullyrt við okkur áður en myndirnar voru teknar að búið væri að fara yfir loftræstikerfið og skipta um það,“ segir hann og veltir upp að annað hvort hafi eftirlit með myglugróum verið gallað eða menn hafi vísvitandi litið framhjá þessu.

Allri starfsemi hefur verið hætt í Fossvogsskóla og nemendur skólans sækja nám í húsnæði Korpúlfsstaðaskóla næsta vetur.

Fjallað verður um mál Fossvogsskóla á fundi borgarstjórnar sem hefst klukkan tvö í dag, að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Eldri viðgerðir ekki fullnægjandi

Verkfræðistofan Verkís sá um fyrri framkvæmdir en verkfræðistofan Efla hefur birt drög að minnisblaði þar sem koma fram tillögur um aðgerðir í Fossvogsskóla byggðar á gögnum frá 18. maí síðastliðinn.

Þar kemur meðal annars fram:

„Rakaummerki, rakaskemmdir og hækkaður raki er til staðar í byggingum. Eldri viðgerðir hafa ekki reynst fullnægjandi í öllum tilfellum og liggur fyrir að rakaskemmd byggingarefni eða raka má enn finna á einhverjum viðgerðum svæðum.“

Þarf að uppfæra skólahúsnæðið

Og ennfremur: „Skólahúsnæði Fossvogsskóla þarfnast yfirhalningar og úrbóta og í því felast tækifæri til þess farið sé samhliða í aðgerðir sem tryggja nútíma skólastarf í húsnæðinu til langframa. Þá er mikilvægt að byrja á því að tryggja að lekar og rakauppsöfnun verði takmörkuð í byggingum Fossvogsskóla með því að vatnsþétta veðurhjúp. Þannig er hægt að takmarka frekari skemmdir innandyra á eldri rakaskvæðum eða annars staðar. Það er því lagt til að farið sé í aðgerðir sem hafa setið á hakanum, lögð verði áhersla á að fjárfesta að sama skapi í fyrirbyggjandi viðhaldi og uppfæra skólahúsnæðið til þess að það uppfylli kröfur í dag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna