fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Útivistarmaður lést í hörmulegu slysi við Svuntufoss í Patreksfirði

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á miðjum aldri lést í dag eftir hörmulegt slys við Svuntufoss í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að viðbragðsaðilum hafi verið tilkynnt um slysið kl.11:19 og þá þegar haldið á vettvang. Meðal annars var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til.

Í tilkynningunni kemur fram að maðurinn hafi ætla að fara út í hyl undir Svuntufossi. Mikill straumur hafi reynst í hylnum og virðist sem svo að maðurinn hafist misst fótana og lent í sjálfheldu. Hann festist um stund þar til nærstaddir komu til bjargar en þá hafði hann misst meðvitund.

Svuntufoss
Staðsetning slyssins

Þau sem voru á staðnum hófu þegar endurlífgun og var þeim haldið áfram allt þar til maðurinn hafði verið fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Rannsókn á tildrögum slyssin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum. Ótímabært er að greina frá nafni mannsins að svo stöddu en í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að fjölskyldu hans hafi verið tilkynnt um atburðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“

Vilmundur glímdi við alvarlega heilsukvilla og breytti einu á heimilinu – „Ég varð strax léttari í líkamanum, bólgurnar minnkuðu, hreyfigetan óx, þreytan minnkaði“