fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Einstök börn hljóta fjölskylduviðurkenningu SOS

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 28. maí 2021 17:26

Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagið Einstök börn hlaut í dag fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna árið 2021. Eliza Reid, velgjörðarsendiherra SOS á Íslandi, afhenti viðurkenninguna sem SOS hefur veitt frá árinu 2016, aðilum sem vinna mikilvæg störf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Einstök börn hafa í 24 ár stutt við fjölskyldur barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu.

„Þessum foreldrum mæta ótal hindranir og þeirra bíður erfið barátta við kerfið. Það eru ekki allir foreldrar tilbúnir í slíka baráttu ofan á það krefjandi verkefni að annast mikið veikan einstakling. Einstök börn hafa háð baráttuna fyrir þessar fjölskyldur án opinbers stuðnings í allan þennan tíma. Félagið styður ekki bara við fjölskyldurnar og börnin, og minnkar þannig líkurnar á sundrungi og aðskilnaði, heldur vinnur félagið jafnframt að því að breyta lögum og aðlaga þau að þeim raunveruleika sem því miður, allt of mörg börn og fjölskyldur, búa við,“ segir í umsögn valnefndar SOS Barnaþorpanna.

Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Einstakra barna segist vera þakklát fyrir viðurkenninguna.

„Við erum afar þakklát fyrir að valnefnd telji að þær flóknu aðstæður og það þunga umhverfi sem foreldrar okkar standa frammi fyrir í daglegu lífi þarfnist viðurkenningar og athygli frá samfélaginu. Það stóra verkefni sem félagið tekst á við til að styðja fjölskyldurnar, fræða samfélagið, vinna að réttindamálum og auka skilning samfélagsins alls. Börnin eru mörg hver afar veik og standa foreldrar frammi fyrir mjög erfiðri baráttu. Þar er oft um að ræða afar minnkuð lífsgæði  og erfiðir tímar einkenna líf þeirra. Fjölgun innan félagsins hefur verið gríðarleg á síðustu tveimur árum og höfum við því orðið að efla starfsemina og spýta verulega í lófana til að sinna allri þeirri þjónustu sem hópurinn þarf, sérstaklega á árinu 2020. Afar erfitt hefur verið að halda uppi fagstarfi, fræðslustarfi og bjóða upp á samveru og samtal milli foreldra. Mikil fjölgun er í erfiðum málum er snúa að þjónustu og úrræðum sem ættu að vera samfélagslegt verkefni og leysast á einfaldan hátt en foreldrar þurfa,“ segir Guðrún.

SOS Barnaþorpin hafa í yfir 70 ár sérhæft sig í því að hjálpa umkomulausum börnum og illa stöddum barnafjölskyldum. „Þó svo að SOS á Íslandi starfræki ekki hjálparverkefni hér á landi, vilja samtökin gjarnan vekja athygli á því sem vel er gert í þessum efnum. Þess vegna veitum  við fjölskylduviðurkenninguna,“ segir Ragnar Schram,“ framkvæmdastjóri SOS á Íslandi.

Auk Ragnars eru í valnefndinni, þær Sigrún Júlíusdóttir og Drífa Sigfúsdóttir sem báðar eru þaulreyndar í störfum sem varða málefni fjölskyldunnar, og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS.

Þetta er í fimmta sinn sem SOS á Íslandi veitir fjölskylduviðurkenninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir starfsmenn með stöðu sakbornings vegna bruna á Stuðlum

Tveir starfsmenn með stöðu sakbornings vegna bruna á Stuðlum
Fréttir
Í gær

Starfsmaður stal ómetanlegu armbandi faraós – Endaði í bræðslupottinum

Starfsmaður stal ómetanlegu armbandi faraós – Endaði í bræðslupottinum
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinn grunaði í Hafnarfjarðarmálinu var nýfallinn

Hinn grunaði í Hafnarfjarðarmálinu var nýfallinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“