fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Börn elítunnar styðja Áslaugu Örnu – Dóttir frambjóðanda Viðreisnar á lista

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. maí 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag birtist pistill á Vísir.is skrifaður af „Ungu stuðningsfólki Áslaugar Örnu“ en Áslaug gefur kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Í pistlinum er ungt fólk hvatt til að kjósa í prófkjörinu og eru þar helstu stefnumál Áslaugar kynnt en 100 ungmenni skrifa undir pistilinn. Sum þessara ungmenna eiga sér fjölskyldutengsl innan flokksins, annarra flokka eða í íslensku atvinnulífi. Segja má því að þarna sé um börn elítunnar að ræða.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir nokkur af þessum svokölluðu börnum elítunnar sem skrifuðu undir tilkynninguna. Þá voru fleiri á listanum sem eiga foreldra sem eru hátt settir í fyrirtækjum hér á landi.

Birgitta Líf Björnsdóttir

Birgitta Líf er dóttir Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, bæði tvö eru oft kennd við líkamsræktarstöðina World Class. Þar hefur Birgitta starfað sem markaðsstjóri en á dögunum var tilkynnt um að hún væri að endurreisa hinn geysivinsæla skemmtistað B5 sem stendur við Bankastræti 5. Fyrir rúmri viku síðan opnaði Birgitta dyrnar á staðnum fyrir Áslaugu og stuðningsfólki hennar til að halda veislu.

Arna Steinunn, Halla Sigrún og Kristín Unnur Mathiesen

Arna, Halla og Kristín eru allar Mathiesen og eru dætur Árna Mathiesen, fyrrum fjármálaráðherra Íslands og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Halla Sigrún er einnig formaður SUS, Sambands ungra Sjálfstæðismanna.

Helga Þóra Bjarnadóttir

Helga Þóra er dóttir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra Íslands og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur. Benedikt og Margrét, hin börn Bjarna sem hafa náð 15 ára aldri og mega kjósa í prófkjörinu skrifa ekki undir tilkynninguna ásamt systur sinni.

Viktor Pétur Finnsson

Viktor Pétur er sonur Finns Árnasonar, fyrrum forstjóra Haga, og Önnu Maríu Urbancic, rekstrarstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Systir Viktors, Ebba Katrín Finnsdóttir, er ein vinsælasta leikkona landsins og hefur unnið nokkur Grímuverðlaun.

Magnús Sigurbjörnsson

Magnús er bróðir Áslaugar en faðir þeirra er Sigurbjörn Magnússon lögmaður. DV greindi frá því um daginn að Sigurbjörn hafi aðstoðað börn sín við íbúðarkaup við Geirsgötu en þau eiga bæði íbúð þar. Sigurbjörn er einnig stjórnarformaður Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið og stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja. Áslaug Arna starfaði bæði hjá Morgunblaðinu og hjá Ísfélaginu áður en hún varð þingmaður.

Úlfur Þór Andrason

Úlfur Þór er sonur Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar. Andri var einnig í stjórn TM en þegar félagið sameinaðist Kviku banka gaf hann ekki kost á sér til stjórnar sameinaðs félags.

Salka Sigmarsdóttir

Salka er dóttir Sigmars Guðmundssonar fjölmiðlamanns. Sigmar skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Kraganum í komandi kosningum en hann sagði einnig upp störfum hjá RÚV áður en hann tilkynnti framboð sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum