fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Titringur í íslenska fimleikaheiminum – Birta myndbönd til sönnunar

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 18:15

Skjáskot úr myndbandinu og frétt mbl.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem nokkur titringur sé í íslenska fimleikaheiminum þessa stundina. Ástæðan er sú að Valgerður Sigfinnsdóttir í Gerplu var á dögunum sögð hafa brotið blað í sögu fimleika en ekki eru allir á sama máli þegar kemur að því hvort blaðið hafi verið brotið.

Þann 22. maí síðastliðinn birti mbl.is frétt þar sem fjallað var um Bikar­mótið í hóp­fim­leik­um en það fór fram í íþrótta­húsi Stjörnunn­ar í Garðabæn­um. „Val­gerður Sig­finns­dótt­ir úr Gerplu braut blað í sögu fim­leika þegar hún var fyrsta kona til að keppa með þre­falt helj­ar­stökk með hálfri skrúfu á hóp­fim­leika­móti,“ segir í fréttinni en svo virðist vera sem stökkið hafi verið framkvæmt áður hér á landi.

„Dýnan var ekki staðsett á gólfinu“

Fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Þar bendir hún á að dýnan sem notast var við á mótinu hafi ekki verið gild lendingardýna. „Satt og rétt nema hvað, mótið var ekki haldið í gilda lendingardýnu. Það er að segja, dýnan var ekki staðsett á gólfinu heldur í gryfjunni sem þýðir að minni líkur eru á meiðslum = minna stress,“ segir Glódís.

Glódís bendir svo á að fimleikalið Stjörnunnar í kvennaflokki hafi í dag birt myndband þar sem sjá má eins stökk og Valgerður gerði á mótinu. Myndbandið virðist sanna að Valgerður hafi ekki verið sú fyrsta til að ná stökkinu.

Fleiri Instagram-síður á vegum Stjörnunnar hafa svo deilt myndbandinu hjá sér. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

„Það er síðan Íslandsmót eftir 2 vikur sem verður í löglega keppnislendingu svo það verður mjög spennandi að sjá hvort Vala muni slátra þessum banter með því að gera þrefalt (sem engin hefur gert).“ segir Glódís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur
Fréttir
Í gær

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás