fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Samherji stal gögnum úr skýi uppljóstrarans

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 16:00

Jóhannes Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Samherja sóttu gögn úr persónulegu Dropbox-i Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara til að reyna að staðfesta þá mynd sem fyrirtækið hefur reynt að draga upp af Jóhannesi. Stundin greinir frá. 

Gögnum um samskipti „skæruliðadeildar“ Samherja var lekið til Stundarinnar og Kjarnans á dögunum og hafa báðir fjölmiðlar birt fréttir úr þeim seinustu daga. Gögnunum var stolið af þriðja aðila úr síma Páls Steingrímssonar, starfsmanns Samherja, og áframsend á miðlana.

Samkvæmt Stundinni áttu gögnin úr Dropbox-i Jóhannesar að sýna fram á að hann væri orðinn „óstýrlátur starfsmaður“ stuttu áður en hann hætti hjá fyrirtækinu og að hann beri alla ábyrgð á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu. Fram kemur að gögnin sem fyrirtækið stal hafi verið komið til lögreglu.

Ekki kemur fram hvað stendur nákvæmlega í þessum gögnum sem Samherji stal en Anna Bryndís Baldvins McClure, lögmaður Samherja, talar mikið um gögnin í samantekt um Samherja-málið sem hún skrifaði í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Í gær

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna