fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Nafn unga mannsins sem fannst látinn í fjörunni á Vopnafirði

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borið hafa verið kennsl á líkamsleifar sem fundust 1. apríl síðastliðinn í fjörunni á Vopnafirði. Niðurstaða DNA greiningar að sá látni er Axel Jósefsson Zarioh, sem fæddist árið 2001. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Líkamsleifarnar á Vopnafirði höfðu rekið á land. En um er að ræða líkamsleifar skipverja er féll 18. maí í fyrra fyrir borð af fiskiskipinu Erling KE-140 er það var á leið til hafnar í Vopnafirði.

Líkamsleifarnar voru sendar til réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar á Landspítala og til DNA greiningar í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt