fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Mikið magn amfetamíns í tösku Íslendings á heimleið frá Barcelona

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 11:15

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

59 ára gamall karlmaður búsettur á Íslandi hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt inn 1.560 ml af amfetamínvökva, eða amfetamínbasa sem sagt er hafa verið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Efnin dulbjó maðurinn sem vín í vínflösku og faldi í farangri sínum sem hann innritaði í flugvél flugfélagsins Norwegian sem flaug með manninn frá Barcelona til Keflavíkur. Á Keflavíkurflugvelli fundu tollverðir efnin við leit í farangri mannsins.

Úr amfetamínbasa er amfetamínnítrat unnið, en það er amfetamín í duft formi sem selt er á götum úti. Undanfarna mánuði hafa fallið þungir dómar yfir mönnum sem staðnir hafa verið að verki við að breyta amfetamínbasa í amfetamínduft og þá fyrir amfetamínframleiðslu. Oftar en ekki eru það erlend nöfn sem tengjast þeim málum og hefur það vakið upp spurningar um hvort erlendir glæpahringir séu búnir að ná fullum tökum á innlendum spíttmarkaði.

Um það hefur svo verið tekist hvort það teljist framleiðsla, að breyta amfetamíni í amfetamín. Samkvæmt nýjustu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur telst svo vera, en þeirri niðurstöðu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Héraðssaksóknari sækir málið og gerir saksóknari embættisins kröfu um að maðurinn verði gert að sæta refsingu og greiða allan sakarkostnað sem af málinu hlýst. Þá er upptöku amfetamínbasans krafist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“