fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Spíttpartý í borginni endaði með blóðugri árás – Stunginn ítrekað með dekkjasíl

Heimir Hannesson
Laugardaginn 22. maí 2021 17:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í máli karls sem ákærður var fyrir hrottalega árás og vörslu mikils magns fíkniefna í fjölbýlishúsi snemma árs 2019 fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Maðurinn neitaði sök. Von er á að dómur verði kveðinn upp yfir manninum á næstu vikum.

Héraðssaksóknari, sem sótti málið, ákærði manninn í mars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ráðist á annan mann og stungið hann ítrekað í höfuð og líkama með dekkjasíl. Hlaut fórnarlamb árásarinnar skurði og stungusár yfir hægri augabrún, á vinstra eyra, á bak og neðan við herðablað.

Fórnarlambið krefst tveggja milljóna í bætur fyrir miska og skaða sem hann varð fyrir vegna árásarinnar.

Þá er meintur árásarmaður jafnframt ákærður fyrir vörslu talsverðs magns fíkniefna sem fundust við leit lögreglu eftir að hún var kölluð til vegna árásarinnar. Efnin, 24 grömm af maríhúana og 5 grömm af amfetamíni eru sögð hafa fundist á manninum. Enn fremur segir í ákærunni að lögregla hafi fundið 16 grömm tæp af amfetamíni, 2 grömm af MDMA auk níu E-taflna í glæru plastboxi í stigagangi fjölbýlishússins þar sem áflogin brutust út. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa átt þetta allt saman. Þá kemur fram í gögnum málsins að lögregla krefjist haldlagningar á „Proscale SIM-300“ vog, og má gera ráð fyrir að vogin hafi tengst hugsanlegri sölu á fíkniefnum.

Verði maðurinn fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér þungan fangelsisdóm auk greiðslu bóta og annars málskostnaðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum

Myndband: Ósvífin skemmdarverk í Bergstaðastræti – Ung kona gekk á bílum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“