fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Ógæfukona í ósamstæðum skóm rændi vörum fyrir milljón af Ingu Hrönn í gær – „Ofboðslega er ég sár og reið“ – Býður fundarlaun

Heimir Hannesson
Laugardaginn 22. maí 2021 14:00

Inga Hrönn varð fyrir barðinu á bíræfnum þjófi í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ofboðslega er ég sár og reið,“ segir Inga Hrönn Ásgeirsdóttir, fitness stjarna og verslunareigandi, en hún lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu núverið að láta stela af sér í verslun sinni Momo í Nóatúni. Þar hefur Inga rekið með móður sinni verslun í rétt rúm tvö ár sem slegið hefur í gegn meðal íslenskra kvenna. Inga sagði í samtali við blaðamann DV fyrr í morgun að reksturinn hafi verið svo til áfallalaus, að minnsta kosti að þessu leyti, hingað til, en það breyttist svo í gær.

„Ógæfu kona kom inn í vinnu til mín í dag og tók ekki bara vörur úr búðinni heldur veski og húslykla af kaffistofunni fyrir rúma milljón,“ skrifar Inga á Facebook vegginn sinn, en hún gaf DV leyfi til þess að fjalla um færsluna. Hún biður fólk um að deila færslunni og höfðu í morgun um 200 manns orðið við því. „Fundarlaun í boði fyrir þann sem getur vísað mér á þessa fingralöngu dömu. Hún er um þrítugt, ljóshærð í sitthvorum skónum. Annar gulur og hinn hvítur Nike og Adidas,“ skrifar Inga jafnframt.

„Ég tók eftir þessari stelpu þegar hún kom inn í verslunina og sagði við mömmu, „ég veit að hún er að fara að taka eitthvað,““ sagði Inga við blaðamann DV. „Svo þjónusta ég hana bara eins og hvern annan viðskiptavin og hún fer að máta föt inni í mátunarklefa sem er næst lagernum. Það var mikið að gera og ég sný mér við og þá laumar hún sér inn á lagerinn og inn á kaffistofu.“ Því næst segist Inga hafa heyrt hurðinni inn í starfsmannainnganginn skellt. „Þá hafði hún hlaupið þar út.“

„Við erum búin að eiga verslun í um sex ár. Rýrnun er ekki mikil hjá okkur og þetta er mjög óalgengt. Við náum að fylgjast vel með öllu hnupli,“ segir Inga aðspurð hvort hnupl og þjófnaður sé algengt, en hún hefur þó aldrei lent í neinu eins og þessu áður.

Inga segist ekki telja að konan hafi skipulagt stórþjófnað. „Hún hefur bara séð tækifæri á þessu.“

Inga bendir jafnframt á að hvíti leðurjakkinn, sem sjá má á mynd hér að neðan, er sá eini sinnar tegundar á landinu. „Þetta er eina búðin sem að verslar leður við þetta fyrirtæki á landinu, og það komu bara þrír svona jakkar í sendingunni og bara einn í þessari stærð, svo ef að þessi jakki sést þá vitum við að hann er stolinn,“ segir hún.

Í veskinu voru svo seðlaveski, húslyklar og bíllyklar Ingu. Búið er að skipta um skrár og loka öllum kortum og koma þannig í veg fyrir frekari tjón, en Inga segir það engu að síður óþægilegt að vita af eigum sínum í höndum þjófa.

Færslu Ingu á Facebook má sjá neðst í fréttinni og eins og hún bendir þar á, óskar hún eftir því að þeir sem kunna að vita um afdrif eiga sinna láti sig vita.

 

 

Jakkinn eins og sá sem stolið var af Ingu. Aðeins einn slíkur er til á landinu í þeirri stærð. mynd/Facebook
Veski Ingu sem stolið var. mynd/Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“