fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Svaf ölvunarsvefni í bílastæðahúsi – Ökumenn í vímu og eignaspjöll

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 05:11

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær var lögreglan beðin um aðstoð vegna manns sem svaf ölvunarsvefni í bílastæðahúsi í miðborginni. Hann var vakinn og hélt sína leið þegar hann var risinn á fætur. Í Hlíðahverfi var tilkynnt um skemmdarverk á tveimur bílum í kringum miðnætti.

Sjö ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra var staðinn að akstri gegn rauðu ljósi og reyndist vera sviptur ökuréttindum. Hann reyndi einnig að ljúga til um hver hann væri en lögreglan sá í gegnum lygarnar. Þrír aðrir af hinum handteknu reyndust vera sviptir ökuréttindum og var um ítrekuð brot að ræða hjá þeim öllum á sviptingunni. Einn af hinum handteknu ökumönnum reyndist vera réttindalaus og bifreiðin sem hann ók reyndist vera ótryggð.

Í Bústaðahverfi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í gærkvöldi. Í Breiðholti var tilkynnt um innbrot í geymslur fjölbýlishúss um miðnætti. Í Hlíðahverfi var tilkynnt um innbrot í bifreiðageymslu á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“