fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 23. september 2020 16:00

Mynd: Landspítalinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kringum 4525 sýni voru tekin á veirufræðideild landspítalans í gær auk 640 landamæraskimanna. Karl Kristjánssonar yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans segist ekki geta gefið upp hver sé kostnaðurinn á bak við staka sýnatöku þar sem ekki hafi verið gefin út gjaldskrá yfir Covid-19 sýnatöku.

„Við megum ekki sem opinber stofnun verðleggja okkar eigin rannsóknir, það þarf samþykki fyrir því hjá Sjúkratryggingum Íslands,“ segir Karl en staðfestir að verðútreikningar séu í vinnslu.

Mótefnapróf á einkarannsóknastofum

Nærtækast er að reikna kostnað við sýnatöku út frá því að stakt sýni kosti 11.000 krónur en það er verðið sem innheimt er við landamæraskimun ef hún er ekki fyrir fram greidd. Þá kostar skimunin 9000 krónur. 4525 sýni myndu þá kosta heilbrigðiskerfið 49.775.000 krónur en landamæraskimanir eru þar fyrir utan þar sem þær eru greiddar af komufarþegum sjálfum.

„Við erum að fara yfir þetta mál varðandi gjaldskrá og sjá hvar það stendur. Ég get ekki sagt hvað skimun kostar fyrir en búið er að fara eftir ákveðnum ferlum. En með tilkomu nýrra aðstæðna, að það eru komnir einkaaðila sem vilja fá próf, þá þarf að gera gjaldskrá fyrir það,“ segir Karl.

 „Það er byrjað að gera mótefnapróf á einkarannsóknarstofum og það skiptir sér engin af því það er að segja hvað það kostar.“ Er þá um útselda þjónustu óháð ríkinu að ræða en ekki er útilokað að hægt verði að kaupa sér skimun frá einkaaðilum áður en langt um líður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“