fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Fréttir

Auglýsingaherferð Kringlunnar sigraði í London

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. september 2020 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingaherferð Kringlunnar vann alþjóðlegu verðlaunin Brand Impact Awards í flokki smásölu (retail) en tilkynnt var um niðurstöðuna í London í gærkvöld við sérstakar aðstæður vegna COVID-19.

Tímaritið Computer Arts og vefsíðan Creative Bloq standa fyrir verðlaununum Brand Impact Award sem veitt eru fyrir verk sem skarað hafa fram úr í heimi skapandi hönnunar og mörkunar (branding). Meðal sigurvegara Brand Impact Awards síðustu ára má nefna BBC, McDonalds og Carlsberg, og Kringlan bætist nú í hóp sigurvegara.

Auglýsingaherferð Kringlunnar er unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor Reykjavík og hefur vakið mikla athygli fyrir listræna og nýstárlega útfærslu.

,,Við erum að sjálfsögðu afar ánægð og stolt með að vinna til þessara virtu verðlauna. Það er mikil samkeppni um þessi verðlaun frá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum. Þetta er mikill heiður og segir okkur að markaðsstarf Kringlunnar sé í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi,” segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.

Baldvina segir að verðlaunaafhendingin hafi verið með mjög sérstöku sniði vegna COVID-19. ,,Upphaflega átti að vera verðlaunahátíð í London en því var breytt yfir í vefviðburð. Við enn hertari aðgerðir í Bretlandi þurfti að breyta því yfir í samskipti á spjallfundi þar sem afar takmarkaður fjöldi var samankominn. Þetta var því ákaflega sérstakt. Við vorum heppin hér heima því við gátum komið saman nokkur á afmörkuðum stað til að fylgjast með spjallfundinum og pössuðum að sjálfsögðu sóttvarnir vel. Við fögnuðum innilega þegar ljóst var að Kringlan hafði unnið en sigurhátíðin bíður betri tíma,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Furðar sig á þessu varðandi áfengisgjöldin – „Ísland er æ meira úr takti við önnur ríki“

Furðar sig á þessu varðandi áfengisgjöldin – „Ísland er æ meira úr takti við önnur ríki“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrirspurn um stæði fyrir hreyfihamlaða við skólann hafnað

Fyrirspurn um stæði fyrir hreyfihamlaða við skólann hafnað
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ölveri – Vogabúi á sextugsaldri ákærður

Sauð upp úr á Ölveri – Vogabúi á sextugsaldri ákærður
Fréttir
Í gær

Ljósið flytur í nýtt og rýmra húsnæði á árinu

Ljósið flytur í nýtt og rýmra húsnæði á árinu
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir Dani kokhrausta: „Fílingurinn“ er sá að þennan leik eigi þeir að vinna

Þorvaldur segir Dani kokhrausta: „Fílingurinn“ er sá að þennan leik eigi þeir að vinna
Fréttir
Í gær

Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs – Gos og brauðmeti hækkar skarpt

Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs – Gos og brauðmeti hækkar skarpt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar forviða yfir aðbúnaði á Litla-Hrauni – „Þetta er ekki fangelsi heldur heimavist“

Netverjar forviða yfir aðbúnaði á Litla-Hrauni – „Þetta er ekki fangelsi heldur heimavist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stúlka á Suðurnesjum varð logandi hrædd þegar grímuklæddir menn birtust við heimili hennar

Stúlka á Suðurnesjum varð logandi hrædd þegar grímuklæddir menn birtust við heimili hennar