fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Stal skartgripum fyrir milljónir króna – Náðist á hlaupum í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. september 2020 06:17

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 01.03 í nótt var tilkynnt um innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. Vitni gat gefið greinargóða lýsingu á gerandanum og náðist hann skömmu síðar á hlaupum í nágrenninu. Hann var með poka fullan af skartgripum meðferðis og hleypur verðmæti þeirra á milljónum. Hinn handtekni var fluttur í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í timburhúsi í Garðabæ. Einn maður var talinn lokaður inni í húsinu. Síðar kom í ljós að hér var um eld í potti að ræða og var búið að slökkva hann þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Lítið tjón varð.

Þrír ökumenn voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn reyndist vera sviptur ökuréttindum, annar var einnig kærður fyrir of hraðan akstur og í bíl hans fundust neysluskammtar af fíkniefnum.

Þrír menn stungu af frá ógreiddu aksturgjaldi leigubíls í austurborginni í gærkvöldi. Lögreglan veit hverjir þeir eru og verða þeir kærðir.

Í gærkvöldi óskaði maður eftir aðstoð lögreglunnar vegna hótana sem hann varð fyrir og tilraunar til fjárkúgunar. Tveir ungir menn kröfðu hann um peninga og héldu því fram að hann hefði sett sig í samband við stúlku undir lögaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Í gær

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Í gær

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum