fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Segir þátt Samherja brjóta eina helstu siðareglu blaðamanna – „Hverskonar vitleysa er þetta?“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 21:00

Samsett mynd - Samherji og Jakob Bjarnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson segir að Samherja-„þátturinn“ sem birtist síðastliðin þriðjudag á YouTube-rás útgerðarfyrirtækisins, brjóti á bága við eina helstu siðareglu blaðamanna. Þetta kemur fram í færslu sem að Jakob birti á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að málið, burtséð frá innihaldi þess sýni fram á „ferlegt ástand“

„Burtséð frá málinu sjálfu, efnisatriðum, er þetta Samherjatrums allt til marks um ferlegt ástand. Sem snýr að prinsippum sem skipta verulegu máli.

Enginn sem að ætti að koma, blaðamenn, akademía eða stjórnvöld hefur lagt það niður fyrir sig að herða upp á skilgreiningum sem eru í lausu lofti eftir net. Þar kemur til getuleysi, hégómi og skitnir sérhagsmunir. Hvað sem okkur kann að þykja um það í sjálfu sér er það ekki lengur fjölmiðla að ákvarða hvað heyrir til opinberrar birtingar og hvað ekki. Hliðvarslan er að verulegu leyti farin.“

Jakob vill meina að fleiri og fleiri lýti á sig sem hæfan blaðamann og ritstjóra. Það verði endanlega til þess að „þekkingarleysi verði jafngilt fagmennsku“.

„Þegar við bætist að hver og einn Íslendingur telur sig pennafæran með afbrigðum og í raun alskapaðan blaðamann og ritstjóra eins og Aþena úr höfði Seifs kárnar staðan enn. Við bætist ástar/haturssamband þjóðarinnar við fjölmiðla sem er í hlutverki hins mikla blórabögguls og það að öll sérþekking er látlaust töluð niður. Lýðræðið er orðið svo slappt að þekkingarleysi er jafngilt fagmennsku. Þá er komin upp kjörstaða fyrir upplýsingaóreiðu.“

Þá ræðir Jakob sjálfan „þáttinn“ sem hann segi að brjóti grunnsiðareglur blaðamennsku. Samherjamenn bregði sér í hlutverk fréttamanna en fjalli svo bara um eigin mál og hagsmuni

„Í því ljósi tromma Samherjamenn fram með sinn „þátt“. Og vilja leggja fram sem jafngildan fréttaflutningi sem unninn er af fagfólki. Að þeir geti hæglega brugðið sér í líki fréttamanna en tekst ekki betur til en svo að þeir brjóta samstundis eðli máls samkvæmt eina helstu siðaregluna sem er sú að blaðamenn fjalla ekki sem slíkir um sjálfa sig eða hagsmuni sína. Hverskonar vitleysa er þetta? Skjöl sem sögð eru ekki til eiga jafnframt að vera fölsuð.“

Að lokum segir hann segir grátlegt að fólk lýti á „þátt“ Samherja sem „marktækt framlag“. Jakob vill meina að til þess að sporna við þessu þurfi að bera virðingu fyrir fagmennsku og að fólk þurfi að standa með fjölmiðlum.

„Það er svo beinlínis grátlegt að fylgjast með sprikli ýmissa sem vilja ræða þetta út frá þeim punkti að hér sé um marktækt framlag að ræða.

Eina leiðin til að sporna gegn upplýsingaóreiðu, falsfréttum er sú að við förum að bera virðingu fyrir fagmennsku, hættum að orga gegn eigin hagsmunum og förum að standa með okkar fjölmiðlum. Einhver sér sér sannarlega hag í að grafa undan þeim; hættum að vera nytsamir sakleysingjar í þeim hráskinnaleik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu