fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

„Þessi vírus svífst einskis“

Auður Ösp
Föstudaginn 31. júlí 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki bara einhver lungavírus. Þetta er skæður vírus sem ræðst á allskonar líffæri, eins og í mínu tilfelli réðst hann á magann og heilann. Þessi vírus er lævís og útsmoginn og hann þarf fórnarlömb til að lifa af. Þessi vírus svífst einskis,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi og leiðsögumaður í samtali við DV. Margrét er ein af þeim Íslendingum sem greindir voru með Covid-19 fyrr á árinu. Hún brýnir fyrir fólki að sýna ábyrgð og fara eftir settum reglum en hún  glímir enn við eftirköst sjúkdómsins í dag.

Í dag eru komnir 4 mánuðir og 4 dagar síðan ég fékk Covid símtalið. Ég var svo í einangrun í 4 vikur en aldrei lögð inn á spítala og upplifði mig aldrei fárveika. Ég er ennþá að takast á við afleiðingarnar. Fariði varlega ok?

Þetta ritaði Margrét Gauja í færslu á Twitter í gærdag, eftir að tilkynnt var um hertari aðgerðir til að sporna gegn kórónaveirunni hérlendis.

Í samtali við DV segir hún að vissulega sé mismunandi á milli einstaklinga hvernig eftirköstin af Covid-19 lýsi sér. Sumir fá alvarlegri eftirköst en aðrir og meðal annars eru dæmi um að fólk hafi fengið blóðtappa eða glímt við langvarandi minnisleysi. Hjá Margréti hafa einkennin meðal annars lýst sér í þróttleysi og ástandi sem líkist helst þynnku.

„Ef það eru einhver líkamleg átök þá verð ég bara að leggjast í rúmið daginn eftir, það er ekkert úthald. Það versta er að ég fæ aldrei viðvörunarmerkin samstundis, ég fæ bara afleiðingarnar.“

Sendir baráttukveðjur

Margrét segist alls ekki álasa Íslendingum fyrir að hafa slakað á reglunum þegar leið á sumarið.

„Fólki leið vel og var aftur orðið það sjálft. Við erum bara mannleg, við höfum okkar langanir. Mér finnst Íslendingar í heildina hafa staðið sig ofboðslega vel í þessu öllu saman. Það eru allir að gera sitt besta, við erum öll í lærdómsferli. Og í lærdómsferli eru gerð mistök. Ég hefði ekki viljað greinast með Covid neins staðar annars staðar en á Íslandi.“

Hún telur varla hægt að hamra nógu mikið á mikilvægi þess að vera á varðbergi, ekki síst nú þegar komið er í ljós hversu skæð kórónaveiran er.

„Hver og einn þarf að bera ábyrgð á sjálfum sér og fara eftir þessum reglum. Trúðu mér, það vill enginn smitast af þessum vírus. Og ég sendi öllum baráttukveðjur sem hafa smitast og bendi á hópinn Við fengum Covid á facebook.“ segir Margrét og bætir við að lokum:

„Hættum að ásaka þennan eða hinn. Stöndum saman, lærum af þessu og komumst í gegnum þetta sem ein heild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“