fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Enn skelfur jörð á Reykjanesi – Áfram má búast við skjálftum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 07:16

Yfirlit yfir jarðskjálfta næturinnar. Mynd:Veðurstofa Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörð hefur haldið áfram að skjálfa á Reykjanesi í nótt og morgun í kjölfar stóra skjálftans sem varð rétt fyrir miðnætti. Hann mældist 5,0. Á sjötta tímanum varð skjálfti við Fagradalsfjall og mældist hann vera 4,6. Skjálftarnir hafa fundist víða á Suðvesturhorninu og allt austur í Vík í Mýrdal.

Vísir.is hefur eftir Bjarka Kaldalóns Friis, náttúrúvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, að ekkert lát sé á skjálftunum. 1.400 skjálftar hafi mælst síðasta sólarhring, þar af helmingur eftir miðnætti.

„Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“

Hefur Vísir.is eftir Bjarka sem sagði skjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í ársbyrjun. Engin merki eru um gosóróa að hans sögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar