fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Segir að manntjón hafi orðið í eldsvoðanum í Vesturbænum í gær

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. júní 2020 04:38

Frá vettvangi í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði nokkrum út úr húsinu með aðstoð stiga og aðrir komust sjálfir út. Morgunblaðið segir að manntjón hafi orðið í eldsvoðanum en hafði ekki fengið það staðfest áður en blað dagsins fór í prentun.

Baráttan við eldinn var erfið og tímafrek. Slökkvistarfi lauk í gærkvöldi. Vettvangsrannsókn lögreglu hefst væntanlega í dag.

Sex voru fluttir á slysadeild og liggja einhverjir þeirra á gjörgæsludeild. Talið er að 6 til 10 manns hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Þrír voru handteknir á vettvangi í gær og er lögreglan að skoða tengsl þeirra við málið hefur Morgunblaðið eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni.

Eins og DV skýrði frá í gær var karlmaður handtekinn í rússneska sendiráðinu í gær, skömmu eftir að tilkynnt var um eldinn, en ekki hefur fengið staðfest að hann tengist eldsvoðanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu