fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
Fréttir

Aukinn áhugi á kennaranámi eftir COVID-19

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 2. júní 2020 11:47

Aukin aðsókn í Háskóla Íslands í ár. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á menntun og á því að taka þátt í þróun skóla- og frístundastarfs. Undanfarið hefur áhugi á uppeldi og velferð barna og ungmenna aukist og sérstaklega í COVID-faraldrinum,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Meira en 100% fjölgun í leikskólafræðum

Aðsókn í meistaranám við Háskóla Íslands fjölgar í ár samkvæmt tilkynningu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Um er að ræða 118% fjölgun í leikskólafræðum. Umsóknir voru 57 árið 2019 en í ár eru þær 124. Aðsókn í grunnskólakennaranám eykst um 85% og í framhaldsskólakennaranám um 47%. Umsóknum um íþróttakennaranám á meistarastigi fjölgar um 67%. Umsóknum í framhaldsnám í tómstunda- og félagsmálafræði fjölgar um 30%. Einnig er fjölgun á umsóknum í framhaldsnám í uppeldis- og menntunarfræði. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu menntavísindasviðs.

„Í heimsfaraldri steig starfsfólk og stjórnendur í frístunda- og skólastarfi og kennarar allra skólastiga fram sem samhent teymi, lausnamiðað og skapandi, með fangið fullt af umhyggju fyrir börnum og ungmennum þessa lands. Ég skil vel að fólk vilji tilheyra þessu magnaða teymi og taka þátt í því að móta framtíðina, eitt skref í einu. Við hlökkum til að taka á móti nemendum í haust,“ segir Kolbrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Upprisa vínylsins og nýstárleg plötuframleiðsla á Íslandi

Upprisa vínylsins og nýstárleg plötuframleiðsla á Íslandi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfir eitt hundrað tilnefningar til Viðurkenninga FKA

Yfir eitt hundrað tilnefningar til Viðurkenninga FKA
Fréttir
Í gær

Vígasveitir ICE áreita og handtaka innfædda Bandaríkjamenn

Vígasveitir ICE áreita og handtaka innfædda Bandaríkjamenn
Fréttir
Í gær

Áfall fyrir foreldra: Ungbarnaleikskólinn Ársól hættir starfsemi í sumar

Áfall fyrir foreldra: Ungbarnaleikskólinn Ársól hættir starfsemi í sumar