fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

5 sem ættu að kynna stigin fyrir Ísland á Eurovision

Fókus
Laugardaginn 22. febrúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Guðnadóttir

Tónskáldið sem hefur verið á vörum margra víða um heiminn gæti gert ýmislegt verra en að prýða skjáinn enn á ný fyrir hönd Íslands og þá með nýjum vinkli. Fengi Hildur að kynna stigin myndi það undirstrika sigurgöngu hennar að undanförnu enn fremur og að auki hve landið okkar er lítið og krúttlegt.

 

Sigga Beinteins

Það myndi koma sér vel að láta Siggu Beinteins sviðsljósið eftir á ný þegar líður að úrslitum næstkomandi Eurovision-keppni. Sigga hefur, eins og flestir vita, húrrandi flotta nærveru, bæði í mynd og hljóði og myndi nostalgía margra fara á milljón ef hún færi á stjá sem kynnir til að tilkynna hvað í keppninni væri af eða á.

 

Herbert Guðmundsson

Íslendingar myndu taka vel í það að sjá eilífðartöffara á borð við Hebba Guðmunds kynna stigin fyrir Ísland. Hvers vegna? Jú, því hér er maður sem kemur til dyranna eins og hann klæddur. Sólgleraugu, svört jakkaföt og enska með góðum hreim myndi að sjálfsögðu fylgja með þessum kynni.

 

Vilhelm Neto

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto hefur lengi átt þann draum að kynna stig Íslendinga í Eurovision-keppninni. Hann hefur ekki farið leynt með það að keppnin er hans hjartans mál og var meira að segja stofnaður undirskriftalisti árið 2018 til að hjálpa Vilhelm að láta þann draum rætast að kynna stigin.

 

Will Ferrell

Í ljósi þess að grínarinn góðkunni leikur Íslending í væntanlegri kvikmynd um bjartsýni Íslendinga í Eurovision-keppninni yrði ákaflega sterkur leikur að koma sjálfum Will Ferrell í gervi Lars Erikssonar, persónu hans úr myndinni, í stöðu kynnis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“