fbpx
Laugardagur 17.janúar 2026
Fréttir

Lögbanni hótað á bók Páls Baldvins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ólafur Björgvinsson hefur hótað lögbanni á fræga og rómaða bók Páls Baldvins Baldvinssonar, „Síldarárin 1867 – 1969“. Bókin er mikil að vöxtum og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jón Ólafur hefur skrifað mikið um síldarárin á vefinn siglo.is og segir hann Pál Baldvin hafa leitað grimmt í smiðju sína án þess að geta heimilda. Telur hann Páll Baldvin hafa vegið að höfundarrétti sínum og vill bókina úr dreifingu.

Greint er frá málinu á vefnum Trölli.is og birt kröfubréf lögmanna Jóns til Forlagsins. Bréfið er stílað á Egil Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Forlagsins. Þar segir meðal annars:

Þar sem umbj. minn telur skýrlega vegið að höfundarrétti sínum er þess krafist að dreifingu bókarinnar verði hætt þegar í stað og af henni verði látið þar til sátt kemst á í málinu.

Verði erindi þessu ekki svarað og dreifingu bókarinnar ekki sannanlega hætt fyrir þann 7. febrúar næstkomandi má eiga von á frekari aðgerðum til fullnustu á rétti umbj. míns, þ.á.m. að farið verði fram á lögbann á dreifingu bókarinnar. Er réttur til skaða- og miskabóta jafnframt að fullu áskilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur erfðafjárskattinum til varnar: „Þeir sem erfa háar fjárhæðir eru ekki verðmeira fólk en sá sem erfir ekkert“

Kemur erfðafjárskattinum til varnar: „Þeir sem erfa háar fjárhæðir eru ekki verðmeira fólk en sá sem erfir ekkert“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Krónan lækkar verð á Grøn Balance vörum um 10%

Krónan lækkar verð á Grøn Balance vörum um 10%
Fréttir
Í gær

Jón Pétur varpar ljósi á skuggalega þróun – „Þetta eru tvö raunveruleg dæmi sem ótrúlega mörg börn og ungmenni geta sogast inn í“

Jón Pétur varpar ljósi á skuggalega þróun – „Þetta eru tvö raunveruleg dæmi sem ótrúlega mörg börn og ungmenni geta sogast inn í“
Fréttir
Í gær

„Við lítum þessar ásakanir mjög alvarlegum augum“

„Við lítum þessar ásakanir mjög alvarlegum augum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnar undirskriftum gegn sendiherraefni Trump á Íslandi – „Við viljum ekki svona mann“

Safnar undirskriftum gegn sendiherraefni Trump á Íslandi – „Við viljum ekki svona mann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hætt hafi verið við aftökur í Íran og hernað Bandaríkjanna koma enn til greina

Segir að hætt hafi verið við aftökur í Íran og hernað Bandaríkjanna koma enn til greina