fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
Fréttir

Lögbanni hótað á bók Páls Baldvins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ólafur Björgvinsson hefur hótað lögbanni á fræga og rómaða bók Páls Baldvins Baldvinssonar, „Síldarárin 1867 – 1969“. Bókin er mikil að vöxtum og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jón Ólafur hefur skrifað mikið um síldarárin á vefinn siglo.is og segir hann Pál Baldvin hafa leitað grimmt í smiðju sína án þess að geta heimilda. Telur hann Páll Baldvin hafa vegið að höfundarrétti sínum og vill bókina úr dreifingu.

Greint er frá málinu á vefnum Trölli.is og birt kröfubréf lögmanna Jóns til Forlagsins. Bréfið er stílað á Egil Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Forlagsins. Þar segir meðal annars:

Þar sem umbj. minn telur skýrlega vegið að höfundarrétti sínum er þess krafist að dreifingu bókarinnar verði hætt þegar í stað og af henni verði látið þar til sátt kemst á í málinu.

Verði erindi þessu ekki svarað og dreifingu bókarinnar ekki sannanlega hætt fyrir þann 7. febrúar næstkomandi má eiga von á frekari aðgerðum til fullnustu á rétti umbj. míns, þ.á.m. að farið verði fram á lögbann á dreifingu bókarinnar. Er réttur til skaða- og miskabóta jafnframt að fullu áskilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Flosi rifjar upp sögu af þekktum manni: „Frekur, dónalegur og sífellt öskrandi á stúlkurnar að þjónusta sig“

Flosi rifjar upp sögu af þekktum manni: „Frekur, dónalegur og sífellt öskrandi á stúlkurnar að þjónusta sig“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður fellur frá málarekstri sínum gegn Hödd

Hörður fellur frá málarekstri sínum gegn Hödd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar til saka – Stofnaði barni í lífshættu með því að skilja hlaupbangsa eftir á glámbekk

Svarar til saka – Stofnaði barni í lífshættu með því að skilja hlaupbangsa eftir á glámbekk
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Búið að leggja fram frumvarp um innlimun Grænlands í Bandaríkin

Búið að leggja fram frumvarp um innlimun Grænlands í Bandaríkin
Fréttir
Í gær

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“

Grænlendingar hafa lítið álit á Trump – „Hann er klikkaður. Allir vita það“
Fréttir
Í gær

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“

Hraunað yfir Stefán Einar vegna ummæla hans um Nönnu – „Þetta er viðurstyggð“