fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Meintur nauðgari þarf að sæta geðrannsókn

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 15:15

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að meintur nauðgari skuli sæta geðrannsókn. Málið varðar meinta nauðgun mannsins frá árinu 2019. Er hann í ákærunni sagður hafa nauðgað öðrum manni í tvígang í endaþarm. Fyrst í bíl sínum og síðar á heimili sínu í Reykjavík.

Héraðssaksóknari lagði fram kröfuna um geðmatið, að því er segir í úrskurðinum. Þar kemur jafnframt fram að ætlun með því mati sé að kanna hvort ákærði hefði af einhverjum ástæðum „ekki áttað sig á ástandi brotaþola og hvort ákærði geti almennt ekki áttað sig á breyttri afstöðu fólks.“ Í sálfræðimati yfir manninum kemur fram að ákærði sé með ýmis konar greiningar og sé „yfir greiningarmörkum“ hvað varðar félagslega hæfni. Þá segir að hann sé ónæmur og hafi lítið innsæi í tilfinningar, líðan og hegðun annars fólks. Á þessu má álykta, segir jafnframt, „að nauðsynlegt sé að fram fari mat á geðheilbrigði ákærða og að matsmaður leggi mat á það álitaefni hvort ákærði hafi verið fær um, eða alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu sökum geðveiki, andlegs vanþroska, hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands […].“

Þrátt fyrir mótmæli ákærða tók dómarinn undir kröfu Héraðssaksóknara í málinu. Segir í niðurstöðukafla dómsins að fallist sé á það mat að vafi geti leikið á sakhæfi ákærða og niðurstaða um þau atriði sem krafist er mats um geti skipt sköpum um framhald málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin