fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Salmann Tamimi er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, er látinn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins.

Í fregninni segir enn fremur: „Þessa manns verður sárt saknað. Við viljum minna fólk á að bera virðingu fyrir aðstæðum sem fjölskylda hans er í og fara ekki heim til hans og hringja i fjölskyldumeðlimi stanslaust. Það eina sem við getum gert núna er að biðja Allah að blessa sál hans og inshallah hann verður háttsettur í paradís.“

Salmann flutti frá Palestínu til Íslands árið 1971, aðeins 16 ára gamall, og bjó hér allar götur síðan. Hann lærði tölvunarfræði við Háskóla Íslands og vann sem kennari, einnig í tölvudeild Landspítalans og á fleiri vinnustöðum. Hann stofnaði Félag múslíma á Íslandi árið 1997 og var forstöðumaður þess síðan.

Salmann beitti sér mjög fyrir réttindabaráttu  Palestínumanna og var öflugur talsmaður palestínsku þjóðarinnar.

Eftirlifandi eignkona er Salmanns er Ingibjörg Tamimi Sigurjónsdóttir. Salmann Tamimi lætur eftir sig fimm börn og fjölda barnabarna.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“