fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Íslenskur körfuboltamaður farinn í hungurverkfall – „Verkfall hefst kl. 22 í kvöld og varir þangað til ég fæ að æfa aftur eða ég dey“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 17:42

Pavel Ermolinski. Mynd: Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pavel Ermolinski, leikmaður Vals í körfubolta og fyrrverandi leikmaður KR, er farinn í hungurverkfall. Hófst það kl. 22 í gærkvöld. Pavel gerir grein fyrir málinu á Twitter en vefurinn Karfan fjallar einnig um það.

Hungurverkfallið er viðbragð Pavels við áframhaldandi banni sóttvarnaryfirvalda við keppni og æfingum íþróttafólks. Í fyrsta tísti sínu um málið skrifar Pavel:

„Í ljósi nýjustu fregna hef ég hafið hungursverkfall. Virkar bæði sem mótmæli og aðhald í æfingalausu umhverfi. Verkfall hefst kl. 22 í kvöld og varir þangað til ég fæ að æfa aftur eða ég dey.“

Rétt fyrir vinnslu fréttarinnar greindi Pavel frá því að hungurverkfallið hefði varað í 20 klukkustundir og hann væri með hausverk. Ætlar hann að drekka bláan Kristal og te.

Þess má geta að síðasta máltíð Pavels áður en hungurverkfallið hófst var samloka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin