fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Bardagakappinn í gæsluvarðhald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 07:32

Skjáskot úr ofbeldismyndbandinu. Þolandinn mun vera Ævar Annel Valgarðsson sem lögreglan lýsti eftir í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem hefur verið mikið í fréttum í vikunni vegna birtingar ofbeldismyndbanda og eldsvoða í Friggjarbrunni í Úlfarsárdal á þriðjudagskvöld var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Maðurinn er 28 ára gamall og hefur verið virkur keppandi í MMA bardagaíþróttinni. Á þriðjudagskvöld varð eldsvoði í íbúð mannsins að Friggjarbrunni. Hann var ekki heima og tókst slökkviliði að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á íbúðinni.

Á miðvikudagskvöld fór í birtingu myndband sem sýnir mann kasta því sem lítur út fyrir að vera bensínsprengja inn um glugga að íbúðinni. Sólarhing síðar fór í dreifingu myndband af bardagakappanum þar sem hann hótar manni lífláti símleiðis og munda haglabyssu.

Sama dag birtist myndband þar sem bardagakappinn gengur í skrokk á manni. Sá maður gerði lítið úr árásinni á Facebook skömmu síðar. Í gær lýsti lögregla hins vegar eftir manni sem heitir Ævar Annel Valgarðsson. Er hann um tvítugt. Sú tilkynning hefur tengsl við þessi mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“