fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Bardagakappinn í gæsluvarðhald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 07:32

Skjáskot úr ofbeldismyndbandinu. Þolandinn mun vera Ævar Annel Valgarðsson sem lögreglan lýsti eftir í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem hefur verið mikið í fréttum í vikunni vegna birtingar ofbeldismyndbanda og eldsvoða í Friggjarbrunni í Úlfarsárdal á þriðjudagskvöld var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Maðurinn er 28 ára gamall og hefur verið virkur keppandi í MMA bardagaíþróttinni. Á þriðjudagskvöld varð eldsvoði í íbúð mannsins að Friggjarbrunni. Hann var ekki heima og tókst slökkviliði að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á íbúðinni.

Á miðvikudagskvöld fór í birtingu myndband sem sýnir mann kasta því sem lítur út fyrir að vera bensínsprengja inn um glugga að íbúðinni. Sólarhing síðar fór í dreifingu myndband af bardagakappanum þar sem hann hótar manni lífláti símleiðis og munda haglabyssu.

Sama dag birtist myndband þar sem bardagakappinn gengur í skrokk á manni. Sá maður gerði lítið úr árásinni á Facebook skömmu síðar. Í gær lýsti lögregla hins vegar eftir manni sem heitir Ævar Annel Valgarðsson. Er hann um tvítugt. Sú tilkynning hefur tengsl við þessi mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Í gær

Óprúttnir aðilar lauma lélegum gervigreindarlögum á Spotify síður íslenskra tónlistarmanna

Óprúttnir aðilar lauma lélegum gervigreindarlögum á Spotify síður íslenskra tónlistarmanna
Fréttir
Í gær

Segist í áfalli eftir heimsókn á bráðamóttökuna – „Eins og að ganga í gegnum helvíti“

Segist í áfalli eftir heimsókn á bráðamóttökuna – „Eins og að ganga í gegnum helvíti“