fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tugmilljarða uppbygging í Hamraborg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsbær undirbýr nú mikla uppbyggingu í Hamraborg og eru allt að eitt þúsund íbúðir á teikniborðinu. Þessi fyrirhugaða endurgerð Hamraborgar mun kosta tugi milljarða og skapa mikinn fjölda starfa.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, að raunhæft sé að á svonefndum Fannborgarreit hefjist uppbyggingin á næsta ári. Fannborgarreiturinn er eitt fimm byggingarsvæða sem fyrirhugað er að byggja á við Hamraborg.

Meðal þeirra bygginga sem eiga að víkja eru þrjár skrifstofubyggingar í Fannborg 2, 4 og 6. Þar eiga að rísa nýbyggingar, allt að 12 hæðir. Þetta mun gjörbreyta ásýnd Hamraborgar.

Á Traðarreit vestri, sem er við hlið Fannborgarreitsins, munu 13 byggingar rísa. Á þessum tveimur reitum verða um 550 íbúðir. Í heildina gætu rúmlega 1.000 íbúðir risið í Hamraborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“