fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Tugmilljarða uppbygging í Hamraborg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsbær undirbýr nú mikla uppbyggingu í Hamraborg og eru allt að eitt þúsund íbúðir á teikniborðinu. Þessi fyrirhugaða endurgerð Hamraborgar mun kosta tugi milljarða og skapa mikinn fjölda starfa.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, að raunhæft sé að á svonefndum Fannborgarreit hefjist uppbyggingin á næsta ári. Fannborgarreiturinn er eitt fimm byggingarsvæða sem fyrirhugað er að byggja á við Hamraborg.

Meðal þeirra bygginga sem eiga að víkja eru þrjár skrifstofubyggingar í Fannborg 2, 4 og 6. Þar eiga að rísa nýbyggingar, allt að 12 hæðir. Þetta mun gjörbreyta ásýnd Hamraborgar.

Á Traðarreit vestri, sem er við hlið Fannborgarreitsins, munu 13 byggingar rísa. Á þessum tveimur reitum verða um 550 íbúðir. Í heildina gætu rúmlega 1.000 íbúðir risið í Hamraborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi