fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Norlandair sakar SASV um rangfærslur – „Félagið er skuldlaust og með milljarð í eigið fé“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 17:10

Aðsend mynd frá Norlandair

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norlandair bregst hart við yfirlýsingum Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) í tilefni þess að flugfélagið Ernir missti samning sinn um flug á Bíldudal eftir útboð Vegagerðarinnar þar sem Norlandair hreppti hnossið. Í yfirlýsingu SASV var sagt að Norlandair tefldi fram gömlum flota og efasemdir voru reifaðar um að félagið gæti veitt jafngóða þjónustu og Ernir.

Sjá einnig: Ernir missir flugið fyrir vestan – Atvinnurekendur lýsa yfir þungum áhyggjum

Í yfirlýsingu frá Norlandair er sterk fjárhagsstaða félagsins reifuð og fullyrðingum um lakan tækjabúnað hafnað. Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Vegna yfirlýsingar Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV), sér Norlandair sig knúið til að leiðrétta rangfærslur sem þar birtast.

Norlandair rekur 5 flugvélar og hefur sinnt áætlunarflugi fyrir Vegagerðina í 12 ár, auk leigu- og sjúkraflugs á  N-Atlantshafinu.  Félagið er skuldlaust og með milljarð í eigið fé.  Rætur þess liggja í Flugfélagi Norðurlands sem rann saman við Flugfélag Íslands (nú Air Iceland Connect) árið 1997. Gott samstarf hefur verið milli Flugfélags Íslands / AIC frá þeim tíma sem Norlandair tók á sig mynd árið 2008.

Félagið hefur ávallt verið rekið með hagnaði g verið eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum Creditinfo frá stofnun.

Norlandair skrifaði nýlega undir samning við Vegagerðina að undangengu útboði sem opnað var 20. apríl s.l.  Í útboðsskilmálum koma fram kvaðir um hæfi bjóðenda, þ.m.t. fjárhagsleg skilyrði sem eru ófrávíkjanleg, s.s. jákvætt eigið fé og geta til að inna samningskyldur af hendi, auk kvaða um gæði búnaðar sem nota skal við þjónustuna.  Norlandair uppfyllir öll skilyrði mjög rúmlega.

Rangfærslur SASV snúa að tækjabúnaði félagsins.

Til stendur að nota nýlega 9 sæta Beechcraft B200 King Air, sem búin er jafnþrýstibúnaði. Jafnframt verður notast við Dash 8-200, sem er 37 sæta, þegar og ef þörf krefur.

Að auki býr félagið yfir þremur Twin Otter flugvélum sem þykja einstaklega hentugar við erfiðustu skilyrði á norðurslóðum, en þær vélar notast félagið mest við á Grænlandi.

Á vormánuðum var félagið komið langt með að tryggja sér Dash 8 flugvél, en þau áform frestuðust sökum COVID-19.

Það er hafið yfir allan vafa að tækjabúnaður sem notast verður við er mjög góður og stenst allar kröfur.

Við hlökkum til að taka flugið og til samstarfsins við íbúa Vestfjarða.

Nánari upplýsingar veitir Friðrik Adolfsson, framkvæmdasstjóri Norlandair“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Myrti ólétta eiginkonu sína þegar hann komst að því að hún gengi með stúlku – „Ég er faðir þeirra núna. Ég skal passa þær“

Myrti ólétta eiginkonu sína þegar hann komst að því að hún gengi með stúlku – „Ég er faðir þeirra núna. Ég skal passa þær“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt
Fréttir
Í gær

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi
Fréttir
Í gær

Er Rússum að takast að eyðileggja NATÓ? – „Bíður Pútín eftir þessu?“

Er Rússum að takast að eyðileggja NATÓ? – „Bíður Pútín eftir þessu?“
Fréttir
Í gær

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Í gær

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“