fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Kyrrstæðir bílar færðust til á veginum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 17:00

Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitri á Austurlandi hafa staðið í ströngu í dag vegna illviðris sem hefur geisað. Meðal annars þurfti að bjarga ökumönnum sem lendu í vandræðum í Fagradal og tilkynningar hafa borist um fok á lausamunum. Þá rifnaði tré upp með rótum á Reyðarfirði og olli rúðubrotum.

Fréttatilkynning Landsbjargar um þessi atvik er eftirfarandi:

„Björgunarsveitir á Austurlandi hafa haft í nógu að snúast frá því rétt fyrir hádegi í dag. Verkefni dagsins byrjuðu að berast þegar óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila klukkan 11:22  vegna ökumanna bifreiða sem voru í vandræðum á Fagradal, milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Veður hafði versnað skyndilega og skollið á vonskuveður með snælduvitlausu roki og ísingu á veginum, vindurinn fór á köflum upp í 50 m/s. Veginum var fljótlega lokað þegar hátt í 10 ökumenn höfðu lent í vandræðum og fest bíla sína eða lent út af veginum, einn bíll valt en slys á fólki voru minniháttar. Kyrrstæðir bílar færðust hreinlega til á veginum vindurinn var það mikill og lítið sem ekkert skyggni gerði aðstæður erfiðari en ella.

Fjöldi viðbragðsaðila tók þátt í þessum verkefnum frá lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum og björgunarsveitum beggja vegna Fagradals. Um klukkan 13 var aðgerðum að mestu lokið og búið var að ganga úr skugga um að ekki væri fleira fólk í vanda á Fagradal, bílar voru skildir eftir og fólki komið til byggða.

Á sama tíma fór björgunarsveit og aðstoða fólk í bíl á Öxi sem var í vandræðum vegna lélegs færis og skyggnis, þeim var fylgt niður af fjallveginum.  Klukkan 13:27 barst svo beiðni um aðstoð björgunarsveitar á Seyðisfirði, þar voru lausamunir farnir að fjúka ásamt því sem þakklæðning á einu húsi hafði losnað. Björgunarsveitarfólk sinnti þeim verkefnum og þurfti einnig að koma böndum á bát sem hafði losnað frá bryggju.

Þegar síðasti hópurinn sem verið hafði á Fagradal var á leið niður til Reyðarfjarðar klukkan 14:30 bárust tilkynningar um fok á lausamunum í bænum. Tré hafði rifnað upp með rótum og brotið glugga ásamt því að lausamunir höfðu tekið að fjúka á nokkrum stöðum. Björgunarsveitarfólk fór einnig rúnt um bæinn og gekk úr skugga um að ekki væri fleiri hlutir að fjúka.

Engar tilkynningar bárumst um fok á trampolínum og eru björgunarsveitir á Austurlandi í viðbragðsstöðu á meðan veðrið gengur yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Í gær

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið