fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Barnaverndarnefnd mótmælir sýningu þáttanna Fósturbörn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 17:43

Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttarins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hefur sent tilkynningu á fjölmiðla þar sem mótmælt er sýningu á þættinum Fósturbörn sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Segir að opinber umfjöllun um það mál sem tekið er fyrir í þættinum geti haft slæmar afleiðingar.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Vegna umfjöllunar þáttarins Fósturbörn á Stöð 2 mánudaginn 02. 11. 2020, óskaði Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar eftir því að eftirfarandi yfirlýsing yrði birt í umræddum þætti á Stöð 2. Þeirri beiðni var hafnað af hálfu forsvarsmanna Stöðvar 2 og því er yfirlýsingin send á fjölmiðla.

Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins.

Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál.

Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins.

Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar.“

Undir yfirlýsinguna skrifa Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“